Snemmvetrarannir

Valdís hefur verið að raka laufi af og til undanfarna daga og þar að auki er ekki langt síðan hún sló lóðina. Í fyrradag og í dag höfum við verið að bera laufið út í skóg og þar á það að gera mikið gagn. Hann Ingemar garðyrkjumeistari í Örebro ráðlagði mér fyrir nokkrum árum að nota laufið af lóðinni til að setja kringum eftirlætistré og gera jarðveginn kringum þau þar með rakaheldnari. Svo höfum við gert síðan og þar að auki hef ég borið hænskaskít undir laufið í ár og í fyrra. Ég hef svo oft nefnt beykitrén að ég þori varla að nefna þau oftar, en það eru í fyrsta lagi þau sem fá að njóta þessara sérstöku gæða. En hvers vegna? Jú, þau eru nýbúar í landinu okkar og við bindum við þau vonir sem alveg sérstaka granna og skrúðgarðaprýði innan mjög fárra ára ef okkur tekst að gera þeim svo gott að þau vaxi sérstaklega mikið. Ég tek fram að fagfólk er í ráðum hvað þetta varðar.


Er þetta ekki fallegt haustlauf. Þessi mynd er tekin af beyki skammt austan við húsið. Þetta lauf á eftir að verða hrokknara og brúnna, en beykilaufið hélt lengst græna litnum í haust og nú er það svo að ung beykitré fella ekki haustlaufið fyrr en það laufgast aftur að vori.


Þetta er sama tré hérna skammt austan við húisið. Það verður nokkurn vegin svona þangað til í apríl-maí að vori.


Hér gefur að líta tvö beykitré og svona er það, og er allt árið, þau skera sig alltaf úr og eru áberandi. Eftir að við gróðursettum sex fyrstu beykitrén vorið 2006 fórum við í ferðalag niður á Skán og þar lentum við mitt inn í víðáttumiklum beykiskógum. Eitt kvöld fór ég í gönguferð út frá hótelinu og gekk eftir dal með lágum brekkum á báðar hendur. Á láglendinu voru tún en brekkurnar voru þéttvaxnar háum beykiskógi. Ég var að giska á hæðina á þessum frábæru trjám og taldi að þau hlytu að vera allt að 40 metra há. Það nefndi ég samt ekki við neinn en mikið varð ég ánægður yfir því að hafa gróðursett beyki á Sólvöllum. Þegar ég kom heim skrifaði ég "bokträd" inn á Google og komst þá að því að þau geta orðið 45 m há. Mér hefði því verið óhætt að nefna það að ég giskaði á 40 metrana. Það verða afkomendur okkar sem fá að upplifa það hér á Sólvöllum en við stóðum alla vega fyrir því að þau byrjuðu að vaxa í Sólvallalandinu.


Konan sem kyndir ofninn minn orti Davíð Stefánsson en hér er konan sem rakar lóðina sína. Þarna vorum við búin að moka upp stórum haug í stóran bláan plastpoka þó að pokinn sem við sjáum er hvítur og nú er hún að safna haugnum saman aftur.


Það má líka setjast niður og hvíla sig á Sólvöllum. En útivistin er góð og viðheldur betri heilsu. Ég held að við höfum bæði haft gott af þessari snemmvetrarvinnu og öllu því hreina lofti sem við drógum niður í lungun. Það er mikið lauf fallið niður aftur en það sem þegar er komið út í skóg þarf ekki að raka aftur.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0