Jólagestir og jólaljós

Á föstudaginn var, þann 21. desember, fengum við jólagesti. Við hlökkuðum til þessarar gestakomu og töldum dagana eins og við gerðum sem smábörn fyrir jólin áður fyrr.
 
Það var ekki leiðinlegt að vera þarna á járnbrautarstöðinni í Kumla og taka á móti þessum brosandi gestum. Að foreldrunum ólöstuðum horfði ég mest á bros unga mannins, Hannesar Guðjóns, og ég heyrði álengdar að hann nefndi hann afa sinn. Ég eiginlega tók ekki eftir því að foreldrarnir brostu fyrr en ég fór að skoða myndina. Hannes er með bakpokann sinn og ferðatöskuna sem hann pakkaði sjálfur niður í fyrir ferðalagið. Það eru ákveðnir hlutir sem hann vill hafa með sér og hann er eiginlega orðinn æfður ferðamaður. Að fara óundirbúinn af stað er honum fjarri, eða það er mitt álit eftir það sem ég hef séð til þessa unga ferðamanns. Það var synd að Valdís skyldi ekki vera með við þessa móttöku. Okkur fannst að það væri varla pláss fyrir okkur öll í bílnum en sannleikurinn er þó sá að það var nóg pláss syfir okkur öll. Við Hannes sátum aftur í á leiðinni heim og hann marg tók það fram að við værum að fara til ömmu. Hann þekkir þetta orðið.
 
Jólaljósastjóri á Sólvöllum er Valdís. Mér finnst stundum nóg um, en gamaldags dunkur eins og ég á bara að hlýða í stað þess að nöldra, það fer lang best á því. Jólatréð sótti ég út í Sólvallaskóginn eftir að gestirnir komu. Okkur fannst best að hafa það úti og þá fá líka þeir sem fara hjá aðeins meira fyrir augað. Þegar ég er að ganga frá þessu stutta bloggi eru allir íbúar þessa húss sofnaðir nema hvað ég norpa ennþá við tölvuna. Það er kominn aðfangadagur og ég óska öllum sem kíkja á þetta blogg gleðilegra jóla og reyndar öllum hinum líka.


Kommentarer
Björkin.

Takk fyrir góð blogg elsku mágur minn.Gleðileg jól til ykkar allra.Hugsum mikið til ykkar.Guð vaki hjá ykkur allar stundir.Stórt knússssssssss í hússsssssssss

2012-12-24 @ 13:43:56


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0