Rútuferð um þýskaland, það er málið!

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi þegar ég lagði af stað heim eftir minn vikulega AA fund í Fjugesta stóð hitamælirinn í bílnum mínum í 22 stiga frosti. Á leiðinni heim var frostið allt niður í 25 stig á oppnu akursvæðunum. Síðastliðna nótt og í morgun hefur verið mikið um 25 stiga frost hér á svæðinu. Um helgina á að hlýna, jafnvel að verða hiti yfir frostmarki, en ég vona að það fari ekki að skiptast á frost og hláka. Eftir helgina á að kólna á ný.
 
Það var ekki fyrr en rúmlega átta í morgun sem ég leit út um vesturgluggann og þá var sem sagt ennþá kaldara en í gær. Eina 80 metra frá vesturglugganum stóð elgskú með tvo kálfa við hlið sér. Ég fór inn til Valdísar og sagði henni að nú yrði hún bar að koma fram og sjá. Svo horfðum við all nokkra stund á þessa tignarlegu elgi þar sem þeir bara stóðu þarna og skimuðu í kringum sig. Ég hugsaði nu bara hvernig það væri eiginlega hægt að standa kyrr langan tíma í 25 stiga frosti. Eftir dágóða stund heldu elgirnir í átt að næsta skógi og hlupu með þessum undarlega svífandi hreyfingum. Ég get unnað þeim alls hins besta en ég vona samt að þeir láti ungeikurnar í skóginum okkar vera þennan vetur líka, annað árið í röð. Þá munu margar eikur komast á táningsaldurinn og þá fer þeim að vera borgið.
 
Elgir eru nokkuð sem alltaf dregur að sér athyglina og fólk sem sér elg hefur alltag eitthvað að segja frá, líka þeir sem hafa lifað við hlið þeirra alla ævi. Geitungurinn sem til all nokkrar furðu byrjaði allt í einu að surra bakvið mig í gærmorgun hér innan húss var allt annars eðlis. En þegar hann leitaði á gruggarúðu og virtist vilja komast út , þá sleppti ég honum sannarlega út þó að hann ætti ekki möguleika á að lifa svo lengi í því hitastigi sem þá var.
 
En nú var kominn nýr morgun og tími fyrir morgunverð, þennan gamalkunna hafragraut með nokkrum rúsínum í. Eitthvað verður að setja lit á daglega lífið og þá eru rúsinurnar góðar að grípa til. Svo þegar þær hafa verið notaðar í grautinn nógu lengi verða þær líka hluti af hversdagsleikanum. Ekki verður grauturinn svo verri með hálfum banana sneiddum út á grautinn. Svo er bara að gleyma ekki D-vítamíninu sem ku vera sérstaklega gott fyrir fólk á miðjum aldri um sjötugt. Eftir þennan góða morgunverð og nýburstaðar tennur fyllti ég kerruna af umbúðum og drasli og hélt til tannlæknisins. Ekki ætlaði hann að taka við ruslinu en það er gott að slá fleiri en eina flugu í högginu þegar farið er inn í Örebro á annað borð.
 
Ég kann vel við þennan tannlækni sem er þýskur og heitir Jóhann eða Jóhanni. Við getum einhvern veginn hitt naglana á höfuðið hvor hjá öðrum. Svo var það líka með 25 ára þýskan mann sem var með mér í fullorðinsfræðslu fyrir mörgum árum. Þó að ég væri hátt í 40 árum eldri en hann hlógum við oft að sömu hlutum. Jóhann giskaði á að ég væri finnskur en ég leiðrétti það. Johann skilur mig ekki alltaf í fyrstu tilraun en þá kemur aðstoðarkonan til hjálpar og endurtekur það sem ég segi og þá skilur hann. Hann sagði að rútuferð um Þýskaland mundi ekki skaða mig og mikilvægt væri að ég mundi þá lenda á landsins fegurstu stöðum. Við ákváðum að hittast á ný eftir tvö ár og ég sagði honum að kannski mundi ég þá geta sagt honum fréttir frá Þýskalandsferð. Hver veit? Hvað skyldi Valdís segja um það?
 
Seinna í dag borðuðum við Valdís jólamat í IKEA. Það var alls ekki vitlaust og aðeins tilbreyting á hversdagsleikanum. Diskarnir voru örðu vísi en heima, kaffibollinn og hnífapörin einnig og maturinn var bara góður. Svo sáum við fullt af fólki sem flest virtist slappa vel af yfir jólamatnum og hafði margt að spjalla um. Það er líka það góða við að gera svona að það skapar umræður, bara þetta að setjast niður meðal almennings á notalegum stað og borða góðan mat.
 
Annars er það mikið Lucia í dag og það var gaman þegar við komum heim. Ég fór að bera inn við til að nota næstu dagana og allt í einu sagði Valdís; nei! en gaman! komdu og sjáðu. Þá var Lucialið að ganga syngjandi inn í Uppsaladómkirkju og sjálf Lucian var svertingi, ærlega dökk á húð og hár, og þarna var hún falleg og örugg í sínu hlutverki og brosti breitt og söng. Það er ekki svo langt síðan Lucian var með ljóst sítt hár, og bara þannig, en nú er búið að brjóta upp þann sið og hleypa öðru fólki að. Það var ABBA Benny Andersson ásamt fleiru færu fólki sem stóð á bakvið þetta.
 
Heyrðu mig nú? Klukkan er orðin hálf tíu og hér sit ég og bara blaðra. Þetta er búinn að vera alls konar dagur með mörgu öðru en ég hef nefnt hér. Þeir eru þannig ellilífeyrisþegadagarnir að það er vel hægt að gera þá margbreytilega. Ég hef litið fram hjá byggingarvinnu í dag utan að ég dró heim svolítið af byggingarefni í Örebroferðinni í dag. Nú þegar bílskurinn er kominn í gagnið (ekki fullbyggður) er svo nauðsynlegt að setja bílinn inn að ég skil ekki hvernig það gat gengið að vera án hans í hátt í þrjú ár. Nú notum við motorhitarann og ofn í farþegarýmið og það er hreinn lúxus að leggja upp í bílferð í vetrarkuldanum.


Kommentarer
Björkin.

Alltaf nóg að gera í sveitinni.Góða nótt mín kæru hjón.

Svar: Góða nótt
Gudjon

2012-12-13 @ 23:49:13


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0