Ég er hissa

Ég er hissa á því sem er að ske á Íslandi. Árum saman hafa bílstjórar flutt salt á hina ýmsu staði, væntanlega um allt land. Þeir hafa væntanlega séð að saltsekkirnir voru merktir "iðnaðarsalt" og það á ekki að nota í mat. Mennirnir á lyfturunum sem lyftu saltsekkjunum á vinnustöðunum sem voru að framleiða matvæli hljóta að hafa séð þessa merkingu, líka mennirnir sem slepptu saltinu úr sekkjunum og þeir sem tóku sekkina og hentu þeim eða sendu til baka. Gjaldkerarnir sem borguðu reikningana hafa líka séð þetta á reikningunum og svo margir, margir fleiri. Allir þögðu í 13 ár eða hvað það nú var og svo varð allt vitlaust.

Matvælaeftirlitið!!!!! Einhvern verður allt í einu að hengja, ég er saklaus!

Svona er það með svo margt annað líka og ég skil ekki neitt. Menn skrifa hverja heilsíðugreinina eftir aðra, svo langar og leiðinlegar að alla vega ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að lesa þvargið.

Það er kominn tími fyrir Nýja Ísland sagði maður um daginn. Að rífa húsið til grunna og byggja það upp á nýtt sagði annar. Myndmál um að eitthvað verður að gera.

Hvernig væri að stinga niður fæti og fara að lesa ljóð gömlu skáldanna. Það leikur grunur á því að þeir hafi sumir hverjir verið kendir þegar þeir ortu ljóðin sín en þeir elskuðu landið sitt örugglega. Hér er ljóð til að byrja á í kvöld og svo bara að kaupa ljóðabók á morgun.

Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.

Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig.

Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Ljóð: Eggert Ólafsson



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0