Tárabjörk var það


Ég sagði í bloggi gærdagsins að þruma sem dúndraði hér í gær væri sú mesta sem ég hefði orðið vitni að. Ég stend enn við það en hef þó kannski einu sinni áður orðið vitni að svipuðum hamagangi. Það var á Kálfafelli í miklu óveðri fyrir meira en 60 árum. Þá laust niður eldingu í fjárhús skammt frá bænum og drap þar fé. Óljóst minnir mig að þá hafi húsið orðið fyrir einhverjum áhrifum sem ég lýsti í blogginu í gær, það er að segja að það væri eins og húsið væri lamið utan með einhverju gríðarlega þungu. Atvikið á Kálfafelli var um nótt en pabbi var kominn á stjá. Þegar svo stærsta þruman gekk yfir minnir mig að pabba hafi sagt langdregið; jæææja. Þá skildi ég að málið væri alvarlegt. Það var svo að morgni sem féð fannst dautt í fjárhúsinu. En nú að myndinni. Mér þætti öllu þægilegra að sendir væru niður ósköp venjulegir regndropar í staðinn fyrir þetta grimma hagl. En ég skil ekki allt í þessum heimi og samt heldur jörðin áfram að snúast.


Laufsían skilaði út haglinu þarna rétt við hliðina á kryddjurtunum hennar Rósu.


Dúkurinn er kominn á borðið og út með matinn nú.


*



Ég talaði um grátbjörk um daginn en það var ekki rétt. Þessi tegund heitir tárabjörk og það er mér sárara en tárum taki að fara með ósatt mál. Nú er það leiðrétt. Það er hægt að sjá á myndinni ef vel er að gáð hvernig þessi björk leitast við að vaxa í eina átt í staðinn fyrir að vaxa upp á við. Til að fá hana heldur hærri höfum við bundið hana í næsta tré og það er gert samkvæmt ráðleggingu. Svo sést þarna í bláberjabekkinn þar sem hann kúrir í ró og næði umvafinn gróðri og bíður eftir að einhver komi og setjist.


Þessa tárabjörk fann ég á netinu en kann ekki skil á ljósmyndara. Mér finnst þessi kannski ekki sérstaklega falleg en hún er all mikilfengleg. Ég fann myndir af tárabjörkum sem höfðu fallegri vöxt, en ég réði ekki við að stækka þær, þær urðu bara á stærð við frímerki. Mér verður örugglega farið að vaxa skegg þegar tárabjörkin okkar verður komin í þessa stærð.

Nú er mál að líta á þjóðhátíðardaginn.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0