Hver er skatturinn?

Stundum er ég að segja hluti sem fólki kemur ekkert við og hluti sem flest fólk hefur bara útaf fyrir sig. Samt er ég að hugsa um að ljóstra því upp hvað ég hef í laun ef ég vinn flesta daga mánaðarins samkvæmt vinnuskema í Vornesi. Þá segi ég flesta daga því að mér finnst að ellilífeyrisþegi eigi ekki að þurfa að vinna alveg fulla vinnu þó að hann sé að vinna. Þessi mánaðarlaun eru 25000 sænskar krónur og þá er ég að tala um útborguð laun. Eftir að ég varð ellilífeyrisþegi miða ég alltf við útborgunina, það er það sem við höfum til afnota. Ég er hæst ánægður með þessa útborgun fyrir vinnu í tæpan mánuð. Ástæðan til að ég segi þetta er, að fólk er stundum að spurja mig hversu mikinn skatt við borgum í þessu landi. Það er ekki alveg einfalt að svara því, en ég ætla þó að segja að skattur fyrir fólk upp að 65 ára aldri er 32 % og það er enginn persónuafsláttur. En þetta segir ekki alla söguna. Hér eftir kalla ég 25000 sænskar krónur ein mánaðarlaun

Þegar við Valdís seldum íbúðina í Örebro seldum við með verulegum ágóða. Við áttum því að borga
það sem samsvarar níu mánaðarlaunum í skatt af söluhagnaðinum. En af því að við notuðum talsverða peninga til að byggja við Sólvelli lækkaði þessi upphæð um helming.

Af því að við réðum iðnaðarmenn til að hjálpa okkur við að byggja við Sólvelli, þá borgaði ríkið það sem samsvaraði fjórum mánaðarlaunum mínum á tveimur árum af vinnulaunum iðnaðarmannanna. Það er þannig hér að ef fólk byggir við eða endurbætir húsnæði sitt, þá greiðir ríkið helming launanna upp að tveimur mánaðarlaunum á verkkaupa á ári, en þó ekki meira en það sem nemur þeim skatti sem verkkaupinn greiðir. Þar sem við Valdís erum tvö verða þetta tvö mánaðarlaun á hvort okkar, getur orðið samtals fjögur mánaðarlaun. Þetta er gert til að auka atvinnu og verslun í landinu.

Árið 1996 þegar ég fékk fasta vinnu í Vornesi áttum við heima í Falun. Það þýddi að ég tók vinnu í öðru léni. Þess vegna greiddi ríkið okkur tæplega ein mánaðarlaun í reiðufé vegna óþægindana sem við urðum fyrir. Svo kom vörubíll og tveir kallar og þeir tóku búslóðina okkar upp í Falun og báru út í bíl og sögðu svo bless. Eldsnemma morguninn eftir komu þeir að íbúðinni okkar í Örebro og báru búslóðina inn. Svo þágu þeir kaffi hjá okkur, sögðu bless og fóru. Flutningurinn var okkur að kostnaðarlausu, ríkið greiddi.

Allt þetta sem ég hef nefnt hér, lækkunin á skattinum af söluhagnaðinum, helmingurinn af launum iðnaðarmannanna, ávísunun sem við fengum fyrir að flytja í annað lén, kostnaðurinn við búslóðarflutninginn, að meiga vinna án þess að fá minni ellilaun og svo ótal margt annað sem ég hef ekki dregið upp hér, það er eitthvað sem fólk fær fyrir að borga og hafa borgað skatt. Já, hvað fær maður fyrir að borga skattinn sinn? Við fáum það mikið að ég hef í mörg ár glaður borgað skattinn minn.

Ég talaði við Íslending í haust, ellilífeyrisþega, og hann sagðist hafa misst áhugann á að vinna vegna þess að ellilaunin hans lækkuðu svo mikið við það. Þegar ég sagði honum ofanritað og að ellilaunin mín frá sænsku tryggingarstofnunni lækkuðu ekkert hversu mikið sem ég ynni, svaraði hann því til að þannig væri það í landi þar sem hugsað væri um hag borgaranna. Hins vegar, ég sem ellilífeyrisþegi hér borga þar að auki minni skatt af vinnulaunum mínum.

Hvernig er svo hugsað um hag borgaranna í hverju landi? þetta sem viðmælandi minn í símanum talaði um. Það byggist á því hverja fólkið í lýðræðislandi hefur kosið til að stjórna á undanförnum áratugum.

Svona nokkuð er ekkert sem kemur bara með því að veifa hendi, það kemur á löngum tíma, byggist upp á mörgum áratugum. Í fjölda áratuga hefur sama stjórnmálaafl farið nokkuð óslitið með völd í Svíþjóð. Þetta stjórnmálaafl hlýtur því að hafa átt verulegan þátt í því að byggja grunninn að því hvernig hugsað er í dag um hinn almenna borgara af stjórnvöldum. Það eru hins vegar núverandi stjórnvöld sem komu því á að greiða niður helming vinnulauna upp að vissu marki þegar fólk byggir við eða endurbætir hýbýli sín. Núverandi stjórnvöld hafa líka lækkað skatta.

Samkvæmt þessu hafa Íslendingar í sínum lýðræðislegu kosningum undanfarna áratugi ekki kosið fólk til valda sem hugsar um hag hins almenna borgara. Eða hvað?

Margir eltast við hamingjuna eins og viðutan maður sem leitar að hattinum sínum, en heldur þó á honum í hendinni eða er með hann á höfðinu. James Sharp (1613-1679). Já, fólk má ekki vera viðutan þegar það gengur að kjörborðinu.

Ég er ekkert hér að höfða til forsetaksninga. Þær hafa ekkert með þetta að gera.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0