Drottnignar

Ég held bara að ég fari að heita Björkvin, svo mikið eru bjarkir í huga mér um þessar mundir.




Á mánudaginn var féllu tvær bjarkir sem tóku vatn frá þeirri sem gulanði í mesta hitanum og lengsta þurrkakaflanum í fyrrasumar. Skyldi henni líða betur á komandi sumri? Það kemur í ljós. Birki er ennþá ráðandi í skógarjaðrinum næst Sólvallahúsinu. Bjarkirnar sem féllu á mánudaginn var sjást ekki á myndinni. Það er um sæmilega auðugan garð að gresja.

Það er ekki einu sinni spáð frostnótt næstu tíu dagana og hita almennt 4 til 12 stig. Það eru góðir tímar núna.


Kommentarer
Anonym

Sæll nafi minn.

2012-03-09 @ 16:43:15
Anonym

Sæll nafni minn.

2012-03-09 @ 16:43:52
Guðjón

Þær biðja að heilsa henni nöfnu sinni

2012-03-09 @ 18:12:08
Þórlaug

Þegar ég opnaði bloggið trúði ég ekki mínum eigin augum að sjá öll trén í fullum skrúða, mér fannst þau laufgast svo snemma. Svo skrollaði ég niður og sá að myndin var auðvitað síðan í fyrra.

En mikið held ég að sé gaman að vinna í ferska loftinu í skóginum ykkar.



Bestu kveðjur,



Þórlaug

2012-03-11 @ 02:13:40


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0