Að koma í afmæli til hennar ömmu

Ég skimaði í kringum mig á járnbrautarstöðinni í Kumla klukkan að verða hálf sex í kvöld því að ég vissi ekki hvort gestirnir sem voru að koma í afmælið til hennar ömmu voru framarlega eða aftarlega í lestinni. Ég var búinn að kveikja á myndavélinni og búinn að stilla flassið eins og ég vildi hafa það. Ég vissi af fyrri móttökum þarna á járnbrautarstöðinni að ég þyrfti að vera snöggur ef mér ætti að takast að ná mynd. Svo sá ég þau þarna, Rósu, Pétur og Hannes og um sama leyti sá Hannes mig og tók á rás með bakpokann sinn og ferðatöskuna sína. Nú varð ég að vera snöggur með myndavélina. Afi, afi, afi kallaði hann.

Svo um leið og ég ýtti á hnappinn á myndavélinni þá byrjaði ferðataskan að vagga á öllum hlaupunum og þá auðvitað leit hann við til að sjá hverju fram yndi. Þar með mistókst þessi mynd. Og þó. Þar sem ég vissi um framvinduna þarna er myndin alls ekki svo slæm fyrir mig. Eftir að við höfðum heilsast fór hann að tala um ömmu. Hann ætlaði vissulega að fara alla leið til hennar. Svo ákváðum við að stilla svolítið upp til að taka aðra mynd.
 
Hann talaði um ömmu og lífið var mikið spennandi. Og nákvæmlega þegar ég ýtti á hnappinn öðru sinni leit hann við til að segja pabba sínum frá einhverju mikilvægu. Þar með varð sú mynd ekki eins og ég ætlaðist til.
 
 Ég gerði þriðju tilraunina og þá tókst mér alla vega að ná mynd af andlitinu og eftir að hafa fixað myndina svolítið varð ég nokkuð ánægður.
 
Svo settumst við inn í bílinn og þegar pabbi hans ætlaði að setjast hjá honum afturí bað hann pabba sinn að setjast í farþegasætið frammí og afi ætti að sitja hjá honum. Mamma átti að aka bílnum. Þessi litli maður gerði sér tæplega grein fyrir því að hann var að koma í afmælið hennar ömmu sinnar en hann gerði sér góða grein fyrir því að hann var að koma í heimsókn til hennar líka. Þó að það væri dimmt áttaði hann sig á því á leiðinni að hann var á leið heim til ömmu og þegar Rósa beygði inn á afleggjarann að Sólvöllum og húsunum þar í kring benti hann út og sagði amma, amma. Það var skammdegiskvöld en við hliðina á mér sat sólargeisli.
 
Vegna þess að amma á afmæli á morgun er gamla jólaserían sem var búin að þjóna í fjölda ára heima hjá okkur í Hrísey komin upp. Það ríkir nú mikil kyrrð á Sólvöllum þar sem allir eru komnir í bólin sín. Fyrir aftan mig heyri ég svefnhljóð en það er líka hluti af kyrrðinni. Kannski sjáumst við hér aftur ná morgun í lok vel heppnaðs afmælisdags. Við stefnum á góðan afmælisdag og góða hlegi


Kommentarer
Björkin.

Góða nótt og eigið góðan dag á morgun..Knússs


Svar: Takk og góða nótt.
Gudjon

2012-11-23 @ 23:51:41
Valgerður

Góða nótt og njótið morgundagsins

Svar: Takk Valgerður
Gudjon

2012-11-24 @ 02:29:43
Þórlaug

Þetta var gaman að lesa í morgunsárið. Hann er svo mikill gleðigjafi hann litli nafni þinn og gaman að sjá eftirvæntinguna í augunum á honum. Börn eru svo opin og einlæg á þessum aldri.
Innilegar hamingjuóskir með daginn, njótið hans sem best.

Kærar kveðjur,

Þórlaug

Svar: Takk þórlaug
Gudjon

2012-11-24 @ 11:00:18
þóra Björgvinsdóttir

Flottir pistlar og alltaf gman að lesa þá og gaman að þau komu til ykkar í tilefni dagsins hennar Valdísar og sést á myndunum að þið njótið samverunnar við litla nafna þíns og gott að hafa hann ekki lengra frá ykur en þetta , knús í hús


p.s. ætlar þú ekki að fara að setjast við að skrifa þessar frásagnir í bíkarform það væri frábæer þú ert svo góður penni Guðjón maður lifir sig alveg inn í þessar frásagnir þínar .

2012-11-25 @ 01:56:35


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0