Dásamlegt - Underbart - Koppången

Ég bætti hér inn á lítið blogg frá því fyrr í kvöld, segi nú frá tónleikunum sem ég sagði fyrr að við ætluðum á.
 
Nú erum við Valdís búin að vera á konsert med einhverjum mesta listamanni í Svíþjóð. Það er merkilegt með þennan mann, hann Kalla frá Orsa, að þegar hann gengur fram á sviðið réttir hann aðeins út hendurnar og þá með gítar, fiðlu eða eitthvað annað hljóðfæri í annarri hendinni. Hann hálf opnar faðminn getur maður sagt. Og nákvæmlega þegar hann gerir þetta, þá verða einfaldlega allir glaðir. Svo verða auðvitað allir ennþá glaðari þegar hann leikur á hljóðfærið. Lagið Underbart setti ég inn á þetta litla blogg áður en við fórum og nákvæmlega lagið Underbart var það fyrsta sem flutt var á tónleikunum. Auðvitað var það mikið betur flutt á tónleikunum að heyra það í tölvunni, eða svo virtist það svo sannarlega.
 
Underbart
 
Þegar tónleikunum virtist lokið gekk Kalli út af sviðinu og það var eins og hann væri hálf reiður. Kannski ímyndaði ég mér það þar sem annar maður sem var í þessum hópi virtist vera hundleiðinlegur móti honum. En örstuttu seinna gekk Kalli hvatlega inn á sviðið með fiðlu og það sást í svipnum að nú skyldum við fá að hlusta á Koppången. Þegar Kalli dró fyrsta tóninn á fiðluna duldist engum að það var Koppången. Oft hef ég heyrt þetta lag flutt en hreinlega aldrei hef ég heyrt Kalla leika af jafn mikilli snilld og þarna í kvöld. Svo smám saman kom hljómsveitin inn og lék með. Það varð þvílík dauðakyrrð í salnum. Það var kyrrð í salnum allan tímann en þarna var kyrrðin samt mikið, mikið dýpri. Þvílíkur endir á tóinleikum. Þakka þér fyrir Kalli frá Orsa að þú ert uppi á sömu tíð og ég. Koppångern samdi bróðir Kalla eftir skíðaferð á útivistarsvæði upp í Dölum sem heitir Koppången.
 
Koppången
 
Eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.
 
Og það var gaman þá
 
Benny Andersson og Orsa spelmän


Kommentarer
Rósa

Hwa! Er bloggið komið í ný föt?

Kveðja,

R

Svar: Japp. Höfundur nýja útlitsins er Rósa Guðjónsdóttir sem og alls útlits á blogginu mínu, bæði þess íslenska og sænska.
Takk og kveðja frá pabba
Gudjon

2012-12-01 @ 11:35:47
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0