Að lægja vind með glaðlegri rödd sinni

Í fyrrinótt byrjaði vindbelgingur að guða á glugga og undir fótaferðina byrjaði að rigna og rigndi dálítið um stund. Síðan hélt vindurinn áfram allan daginn. Í nótt hélt vindbelgingurinn áfram að suða í loftventlinum vestan á herberginu mínu og það virtist vera grá tilvera sem var í félagi við þennan leiðinda gust. Rétt eftir klukkan átta í morgun heyrðist í Hannesi og það var auðheyrt að hann vaknaði vel hvíldur. Röddin boðaði það og vindurinn gaf sig á sömu stundu og gráminn hvarf líka úr loftinu. Ég dró frá austurglugganum til að hleypa deginum inn til mín og þetta með vindinn er alveg dag satt, hann gaf sig um leið og barnsrödd Hannesar barst um húsið. Eftir það skrifaði ég þessi orð.
 
 
Nú er hins vegar komið kvöld. Dagur er liðinn á Sólvöllum með ýmis konar sýsli hér heima og við Pétur fórum inn í Marieberg og keyptum parkett og nokkra moldarpoka. Þær systur fóru síðan með töluvert af rusli í endurvinnslu í Fjugesta. Þetta hvort tveggja var gert til að hægt væri að vera heima og halda áfram að sýsla alla helgina án þess að þurfa að vera að flakka hingað og þangað. Ekkert fólk var á ferðinni í dag en í gær var hins vegar slæðingur af fólki, þessu fína fólki sem alltaf færir gott með sér. Við vitum líka að það kemur gott fólk um helgina og þá er gott að geta verið í rólegheitum heima. Margir hafa rétt út hendina á einn og annan hátt, bæði nágrannar og vinir í Örebro.
 
Rósa var með smávegis grænmetisrækt hér í fyrra og ætlar að auka það í ár. Hún sáði fræjum um páska og Valgerður kom með fræ frá Íslandi. Þær hafa verið að skipuleggja eitthvað um þetta en ég verð til aðstoðar með eitthvað verklegt kannski, en annars er þetta á þeirra snærum. Mig grunar að þær setji í gang á morgun með einhvern undirbúning úti. Ég ímynda mér að við Pétur byrjum að leggja parkett á gólfið á Bjargi á morgun og ljúkum því kannski á sunnudag. Síðan er herbergið þar nothæft fyrir þá sem komu hingað "til að hjálpa" eins og Valdís skipulagði í vetur. Víst vildi ég að það yrði fyrr, en nú er bara að taka því að það varð ekki en ég er nærri því að standa við samninginn.
 
Dagurinn hélt áfram að vera grár eins og ég talaði um í morgun en létti þó heldur þegar leið á kvöldið. Það er kviknað í Kilsbergen sagði Pétur upp úr klukkan átta. Og það var eins og það væri eldur um tíma þar í skóginum á há fjallinu. Síðan lagðist löng rönd af rauðu ljósi yfir fjöllin í vestri, frá norðri til suðurs, undir skýjafaldi og lýsti þannig um stund. Það var held ég fallegasti tími þessa dags. Nú um níu leytið er röndin enn lifandi af ljósi en að öðru leyti er kvöldrökkrið búið að taka völdin. Hannes og mamma hans eru inn í rúmi og hann virðist ekki vera alveg tilbúinn til hvíldar og vill ræða málefni við mömmu sína. Við sjáum til hvort hann lægir vind á morgun líka með glaðlegri barnsrödd sinni. Dagurinn verður að teljast viðunandi.
 
Um helgina er spáð all góðu veðri og ef miðað er við síðustu vikur þá verður það mjög gott.


Kommentarer
Björkin.

Vonandi fáið þið gott veður um helgina elsku góða fjölskylda













Vonandi fáið þið gott veður um helgina elsku litla fjölskyldan MÍN. Guð gefi ykkur Góða nótt.

Svar: Góða nótt
Gudjon

2013-04-19 @ 23:48:45


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0