Að lyfta huganum

Það er bloggfrí kvöd. Laxness sagði í einhverjum samtalsþætti fyrir löngu þegar honum fannst að umræðan væri komin út í einhverja vitleysu, að nú væri kannski kominn tími til að lyfta henni á hærra plan. En það sem við ætlum að gera hér í kvöld er að lyfta huganum á hærra plan, við erum í þörf fyrir það. Til að koma því í kring ætlum við að horfa á Sigla himinfley, ekkert lakara en það.
 
Svo aðeins um veðrið áður en bloggfríið byrjar: Það er afar fallegt veður en núna sígur hitamælirinn móti frostmarki og svo verður eitthvað frost í nótt. Fyrsta frostlausa sólarhringnum sem er spáð er þann 13. apríl, enginn minni sólarhringur en svo. Ég á það skilið að það verði frostlaust þann dag. Fljótlega upp úr því er svo spáð þokkalegum hita. Við bíðum eftir svoleiðis veðri hér á bæ til að geta farið út og setið notalega í góðum stól eða við borð með kökubita og kaffi eða jafnvel bara ís. Það kemur líka til með að lyfta huganum á hærra plan.
 
Brosið okkar er ekki alveg út undir eyru í dag. Þess vagna er ég að tala um þetta með að lyfta huganum. Það er dagamunur á þessum bæ og þegar hugurinn liggur lágt er eins og hann muni alltaf liggja lágt. Þar er mikilvægt að grípa inn í og gera sitt besta til að ná brosinu svolítið út á kinn. Að tala um út undir eyru er kannski að taka nokkuð vel í. Við höfum mikið með þetta að gera sjálf og nú er brostið á bloggfrí. Gangi ykkur allt í haginn.
 
 


Kommentarer
Björkin.

Takk fyrir bloggið.Vonandi stenst veðurspáin um hlýnandi veður á afmælisdaginn þinn elsku mágur.Minn hugur er hjá ykkur og vona að guð gefi ykkur bjartari og hlýrri tíma.Góða nótt til ykkar og stórt knússssssssss.

Svar: Góða nótt.
Gudjon

2013-04-08 @ 23:03:38


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0