Að ná markmiðinu

Valgerður kom út í dag þegar ég var eitthvað að bagsa hér utan við. Hún teygði út hendurnar og sagði að það væri eitthvað nýtt í loftinu. Og þannig var það.
 
Það var ekki það sem er hér á myndinni sem hún fann fyrir, myndin heyrir vetrinum til og hreinlega fær ekki að koma aftur fyrr en á vetri komanda. Víst var nokkuð hlýrra í dag en það var alskýjað og grámollulegt veður þannig að vor var ekki svo ofarlega í huganum. Hlýindi og sól, það er eitthvað sem tilheyrir vori og sumri. Mikið hlakka ég til slíkra daga.
 
Þegar ég horfi á þessa vetrarmynd finnst mér sem það sé ekki viðeigandi að birta hana núna. En sannleikurinn er sá að það er ekki svo mikið að taka myndir af einmitt núna. Grámollulegt sagði ég og jörð er blaut, svo blaut að það nálgast að maður blotni í fæturna við að fara út á snúru. Að ganga út á Bjarg er ekkert næstum. Að ganga þangað kostar blauta fætur nema verið sé í stígvélum. Ég hins vegar hef ekki nennt því, því að mér leiðst að skipta stógvél-skó, skó-stígvél til að geta farið fram og til baka til að vinna þar. Já, ég hef ekki fundið fyrir þörf fyrir myndatöku þessa dagana, ekki nema þá innanhúss.
 
"Sá er mestur auður að lifa glaður við lítil efni, því aldrei er skortur þar sem hugurinn hefur nóg." Þessi vísdómsorð voru í Kyrrð dagsins í gær og ég hef horft mikið á þau bæði í gær og í dag. Ég mundi svo gjarnan vilja vera dyggur þessum vísdómsorðum en ég veit ekki hvort ég get sagt að svo sé. Ég á nú eftir að kíkja á þau og láta þau virkja huga minn nokkrum sinnum áður en ég hverf til einhverra annarra vísdómsorða. Sá sem sagði þetta er sagður vera Lúkretíus sem var uppi á síðsutu öld fyrir Krist. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fundið um hann á hann að hafa verið mjög vel menntaður. Það er svo gaman að lesa um það að einhver hafi verið vel menntaður sem lifði fyrir meira en 2000 árum miðað við alla þekkingu sem finnst að læra í dag. En slíkt fólk hefur margt sagt eitthvað eða fundið eitthvað út sem er í fullu gildi enn í dag.
 
Þreytan hefur verið gestur Sólvalla í dag. Á morgun förum við öll á sjúkrahúsið í Örebro þar sem Valdís á að fara í sneiðmyndatöku. Svo er bara að sleppa ekki voninni og gleyma ekki bæninni. Mótlætið gerir okkur mildari gagnvart lífinu -og þó. Við höfum val. Það er líka hægt að falla í hendur biturðarinnar og reiðinnar, en þá brennur hjartað upp og eftir verður vansæll líkami án innihalds. Manneskja sem hefur misst af markmiði lífsins -því að verða þroskaðri og betri eftir því sem árin líða.
 
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.


Kommentarer
Björkin.

Sammála þér í bæninni mágur minn.Gangi ykkur vel á morgun,og guð veri með ykkur.Góða nótt,og stórt knússssssss.

2013-04-14 @ 23:30:34
Þórlaug

Gangi ykkur vel á morgun og kærar kveðjur á Sólvelli. Kannski kemur vorið á morgun

2013-04-14 @ 23:34:16
Anonym

Gangi ykkur vel á morgun og kærar kveðjur á Sólvelli. Kannski kemur vorið á morgun

2013-04-14 @ 23:34:40
Dísa gamli nágranni

Gangi ykkur vel. Bestu kveðjur.

2013-04-15 @ 00:28:32


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0