Ferðalok

Ég sagði í blogginu mínu í gær að Valdís hefði hringt til mín af sjúkrahúsinu undir kvöldið og sagt mér að hún væri búin að hringja bæði í Rósu og Valgerði. Svo endaði hún sem sagt á því að tala við mig og var þá ánægð með að hafa komið þessu í verk. Það voru ekki svo mörg orð, en það var svo notalegt að heyra hvað hún var þó hress. Hún ætlaði að fara að leggja sig fljótlega. Samt hringdi hún til mín aftur síðar til að segja frá heimsókn sem gladdi hana svo mjög. Svo ætlaði hún örugglega að fara að sofa.
 
Og hún fór að sofa og virtist sofa elilega lengst af, en svo vaknaði hún ekki meir. Ferðalaginu var lokið.
 
Þetta var ekki það sem fólk bjóst við, hvorki við hér heima eða heilsugæslufólkið á sjúkrahúsinu. Þess vegna fórum við heim í gærkvöldi. En þegar heilsugæslufólkið sá að hverju stefndi hringdu þau til okkur klukkan rúmlega sex í morgun. Þegar við Valgerður komum þangað var Valdís öll. Fjallkonan mín hafði lokið ferð sinni og ný ferð á okkur ókunnum slóðum var hafin.
 
Þegar ég var að sofna í gærkvöldi var mér hugsað til síðustu símtala hennar. Nokkuð var það einkennilegt hversu hress hún var og vildi bara segja nokkur orð. Svo sofnaði ég en svaf órólega.
 
Hún hafði lokið skyldu sinni við nánustu fjölskyldu sína sem hún hafði lifað fyrir, þjónað og elskað. Ég held að hún hafi vitað að þetta voru síðustu símtölin hennar. Það er mikið sem ég get þakkað þessari konu og ég hef aldrei séð það jafn vel og í dag.
 
Síðustu daga og vikur hef ég lært ótrúlega mikið af henni og ég á líka eftir að vinna úr mörgu sem ég hef heyrt og séð í fari hennar og athöfnum á þessum tíma. Þegar ég hafði lokið við að einangra húsið Bjarg gekk ég í að setja upp glugga- og dyragerefti utanhúss. Þegar því var fullkomlega lokið gekk ég inn til Valdísar og sagði henni að við þyrftum að ræða saman því að nú væru þáttaskil. Og svo gerðum við. Ég spurði hana hvort við ættum að taka hlé við þessa byggingu og reyna að gera eitthvað annað fyrir okkur.
 
Hún sat hugsi um stund og svo sagði hún að hún yrði mögulega lélegri í vor og sumar. Ef svo fer, sagði hún ennfremur, þá veit ég um fólk sem vill koma og hjálpa. Við verðum að hafa húsnæði fyrir það. Þetta var svo rökrétt hugsað og sett fram að svo yfirveguðu ráði. Það voru mörg þessi tilfelli þar sem yfirvegun og rökhyggja réðu orðum hennar. Síðasta ákvörðun hennar varðandi Bjarg var að velja litinn á veggina í gestaherberginu þar. Veggirnir eru full málaðir en hún gat aldrei komið þangað til að skoða.
 
Mér fannst ég þurfa að ljúka bloggi mínu um Valdísi sem ég hef haldið úti all lengi, setja lokaorðin. Ég vildi ekki gera þetta að sorgarbloggi þar sem ég hefði þá drukknað í tárum mínum, en Valdísar er sárt saknað nú þegar. Hins vegar byggist stærsta sorgin ekki á því að hafa misst, heldur á því að hún fékk ekki að taka þátt í því sumri sem við vorum búin að skipuleggja. Hún átti það svo sannarlega inni að fá að vera með.


Kommentarer
Björkin.

Guð geymi mína elskuðu systur.Guð hjálpi þér elsku mágur minn dætur og fjölsk,að takast á við lífið á hennar.Erum með allan hug okkar hjá ykkur,elsku fjölsk.Stórt knússsssssssssssssss.

Svar: Þakka þér fyrir mágkona og fjölskylda
Gudjon

2013-04-16 @ 21:08:33
Ingimar Ragnarsson

Innilegar samúðarkveðjur frá okkur í Hvammi

Svar: Þakka ykkur fyrir
Gudjon

2013-04-16 @ 21:08:48
Markku

Beklagar sorgen Gudjon. Mina tankar går till dig och din familj. I all denna sorg, en stark och fin text. Kram, Markku

Svar: Ett stort tack för dina ord Markku, du är en trygg vän.
Gudjon

2013-04-16 @ 21:11:04
Jobba

Innileg samúðarkveðja elsku Guðjón minn ,henni Veður sárt saknað stórt knús kram jóhanna steinunn

Svar: Þakka þér fyrir.
Gudjon

2013-04-16 @ 21:35:16
Guðmundur Ragnarsson

Kærí Guðjón. Ég er sleginn; gerði mér ekki raunverulega grein fyrir alvörunni og að hverju dró.
Ég bið þann sem öllu ræður að styðja þig í gegnum þá erfiðu tíma sem nú eru framundan. Hugur minn er hjá ykkur feðginum.

Svar: Þakka Þér fyrir Mummi minn.
Gudjon

2013-04-16 @ 21:41:10
Guðrún Rósa

Elsku Nói innilegar samúðarkveðjur ,guð veri með ykkur, það var gott að tala við þig áðan
þið eruð í huga okkar hér heima

Svar: Þakka þér fyrir Guðrún Rósa.
Gudjon

2013-04-16 @ 22:24:45
Tryggvi Sigmannsson

Innilegar samúðarkveðjur Guðjón minn til þín og fjölskyldu þinnar.

Svar: Þakka þér fyrir Tryggvi
Gudjon

2013-04-16 @ 23:17:27
Bára Halldórsdóttir

Kæri Guðjón
Við mæðgin sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðju.
Bára og Halldór Stefán

2013-04-16 @ 23:44:38
Kristinn Ágústsson

Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hérna í Hafnarfirðinum. Hennar verður sárt saknað og gleðistundirnar verða varðveittar.

2013-04-16 @ 23:50:31
Sigrún H. Jóns og Helgudóttir frá Kálfafelli

Elsku Guðjón.
Ég sendi þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Svar: Þakka þér fyrir Sigrún
Gudjon

2013-04-16 @ 23:55:05
Ármann

Kæri frændi. Orðlaus. Samúðarkveðjur til ykkar allra.

2013-04-17 @ 00:15:17
Þröstur Jóhannsson

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá mér og mínu fólki.

2013-04-17 @ 00:26:07
Þórlaug

Kæri Guðjón. Við Jói sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Valdís var dugleg kjarnakona sem skilur eftir sig stórt skarð. En minningin lifir og á eftir að ylja ykkur um ókomna framtíð.
Kærar kveðjur.

2013-04-17 @ 00:28:04
Hulda M. Jónsdóttir

Sendi þér og dætrum þínum innilegar samúðarkveðjur, Megi góðar minningar ylja ykkur og styrkja í sorginni. Kærar kveðjur Hulda og Benjamín Ytri - Tjörnum.

2013-04-17 @ 01:15:45
Hulda M. Jónsdóttir

Sendi þér og dætrum þínum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Valdísar. Megi góðar minningar ylja ykkur og styrkja í sorginni.
Bestu kveðjur Hulda og Benjamín Ytri- Tjörnum.

2013-04-17 @ 01:20:37
Birna

Innilegar samúðarkveðjur elsku Guðjón og fjölskylda kv Birna <3

2013-04-17 @ 10:40:50
Dísa gamli nágranni

Fékkstu ekki póstinn frá okkur Guðjón minn. Kærar kveðjur.

Svar: Jú, pósturinn kom Dísa, þakka þég kærlega fyrir.
Gudjon

2013-04-17 @ 12:30:37
Lilja

Innilegar samúðarkveðjur elsku GUÐJÓN OG fjölskylda kveðja Lilja og TOMMI.

2013-04-17 @ 14:07:08
vilhelm björnsson

Innilegar samúðarkveðjur til ykka Guðjón.

2013-04-17 @ 15:18:28
URL: http://gudjon.blogg.se
Ragnheiður

Elsku besti Guðjon,sendi ykkur minar innilegustu kveðjur.Valdis var og verður min uppáhalds frænka.Megi guð og almættið vaka yfir ykkur og styrkja. mér þykir vænt um þig elsku Guðjón

2013-04-17 @ 19:25:23
Sigurdur Pall Sigurdsson

Kæri Guðjón,

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra...

Siggi Palli

2013-04-17 @ 22:22:11
Hulda M. Jónsdottir

Innilegar samúðarkveðjur til þín og dætra þinna. Ótímabært fráfall Valdísar, megi þið ylja ykkur við góðar minningar. Bestu kveðjur frá okkur Benjamín.

2013-04-17 @ 23:15:38
Fjóla Ottósdóttir

Kæri Guðjón, Valgerður og Rósa. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Fjóla

2013-04-17 @ 23:34:31
Örn Fossberg

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar.

Svar: Þakka þér fyrir
Gudjon

2013-04-20 @ 23:08:44


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0