Nokkur augnablik úr ævi hennar Valdísar

 
Haustið 1960 kom hún Suður til að vinna á Hrafnistu og síðar þetta haust hittumst við í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll.
 
 
30. desember 1961 gifti séra Árelíus okkur heima hjá sér. Meiningin var að giftast á gamársdag en Árelíus hafði eitthvað annað fyrir stafni þann dag þannig að sá 30. varð fyrir valinu.
 
 
 Frumburðurinn Valgerður fæddist þann 8. febrúar 1963.
 
 
Með Kristni dóttursyni í Sólvallagötu 3 sumarið 1988
 
 
Í Örebro 1998. Valdís gleðst með dætrum Valgerðar, Erlu og Guðdísi.
 
 
 Í vestmannaeyjum vorið 2011 þegar Erla barnabarn fermdist.
 
 
Kaffistund um miðjan júlí á síðasta ári.
 
 
Að borða hamborgara í Örebro með Hannesi Guðjóni, í blíðviðri einn ágústdag 2012, en í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð.
 
 
Að nýlokinni krabbameinsmeðferð við fallegt stöðuvatn norðan við Örebro.
 
 
 Aðfangadagur 2012
 
 
Með Hannesi Guðjóni haustið 2012
 
 
Þann 13. apríl 2013, afmæli Guðjóns. Minna en þremur sólarhringum síðar lauk ferð fjallkonunnar minnar eftir sambúð og hjónaband í fimmtíu og tvö og hálft ár.
 
 
 
Útförin hennar fór fram í dag í kirkjunni þar sem hún hafði svo oft sungið með Kórianderkórnum sínum. Hafi ég átt von á vel heppnaðri útför þá get ég sagt að sá hátíðleiki og fegurð sem var yfir þessari útför var ofar öllum væntingum. Það hreif alla kirkjugesti. Hann Nisse vann verk sitt á framúrskarandi hátt. Mikið var ég honum þakklátur. Kórianderkórinn söng svo fallega, þar á meðal Amazing grace og Gabriellas sång, en hvort tveggja hafði Valdís valið sjálf.
 
Hafðu það gott kórinn frá Fjugesta kom og var viðstaddur útförina. Eftir útförina var erfidrykkja og báðir kórarnir sungu eitthvað sem Valdísi hafði þótt vænt um. Þetta kórafólk var upp undir 30 manns og það var auðvelt að greina að þessu fólki upp til hópa hafði þótt afar vænt um hana. Það fannst mikill söknuður og mörg voru hlýlegu orðin sem féllu um hana í kirkjunni í dag. Það var undir útförinni sem ég endanlega varð þess tilfinningalega fullviss að við Valdís mundum aldrei hittast meira í þessu jarðlífi og að ég aldrei meira gæti spurt hana eins eða neins. Athöfnin í dag var fyrir mig mikil þáttaskil og viss sátt við aðstæðurnar.
 
Kirkjugestirnir voru upp undir sjötíu. Hópur fólks tók að sér að baka og undirbúa erfidrykkju og flestir voru það Íslendingar. Mikið er ég þeim þakklátur fyrir ásamt öllum öðrum þeim sem hafa vikið góðu að okkur á Sólvöllum undanfarna daga.
 
Svo heldur lífið áfram hjá okkur sem lifum þar sem það streymir fram af ómótstæðilegum krafti, meiri krafti en þeim sem býr í öllum fljótum heimsins þó að þau væru sameinuð. Við komumst ekki undan því. Ég heyrði í þriggja og hálfs árs barnabarni mínu leika sér frammi í stofu í morgunsárið. Ég vona að mér beri gæfa til að reynast honum vel sem lífsreyndur afi, honum og mörgum öðrum sem eru mér samferða á þessu stórfljóti heimsins sem tíminn og lífið eru.
 
Ég veit um fólk sem svo gjarnan vill vita hvernig útförin gekk fyrir sig í dag. Þess vegna finnst mér að mér beri skylda til að fara nokkrum orðum um þetta. Vissum kveðjum tókst ekki að koma á framfæri sem ætlað var og ég eiginlega kenni því um að það voru svo margir sem vildu láta aðeins til sína taka við erfidrykkjuna. Dagskráin hreinlega varð of stór og visst tal sem presturinn ætlaði að halda varð ekki af. Þetta segir sína sögu um Valdísi og þá virðingu sem fólk vildi sýna henni.
 
 
Séð yfir stærstan hluta safnaðarheimilisins þar sem erfidrykkjan stóð yfir. Hafðu það gott kórinn er lengst burtu að undirbúa sig að syngja til heiðurs Valdísi.
 
 


Kommentarer
Björkin.

Takk fyrir bloggið elsku mágur minn.Okkar hugur hefur verið hjá ykkur í dag.Kertaljós og myndir af minni elskuðu systur.Stórt knús á ykkur öll.

2013-04-26 @ 19:44:46
Guðrún Rósa

takk fyrr þetta Guðjón hugur okkar er hjá ykku rí dag og alla daga

2013-04-26 @ 20:06:00
Jenný Ragnarsdóttir

Takk fyrir að deila með okkur elsku Guðjón,hugsa mikið til ykkar. Kær kveðja frá okkur Víði.

2013-04-26 @ 20:22:59
Guðný og Stjáni

Kæra fjölskylda
Við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Það er mjög nærandi að lesa blogg skrif þín Guðjón. Svo mikil hlýja og og kærleikur. Takk fyrir og verið Guði falin

2013-04-26 @ 21:50:15
þóra Björgvinsdóttir

Sæll Gupjón minn takk fyrir fallegt blogg um fallega athöfn við útför þinnar flottu konu söknuður ykkar er mikill og hugur okkar er búin að vera hjá ykkur í þessari barattu hennar við erfiðan sjúkdóm og fráfall hennar , við byðjum guð að vera með ykkur og stiðja og styrkja um ókomin ár ,kærar kveðjur og knús á fjölskylduna .
Þóra

2013-04-26 @ 22:52:17
Dísa gamli nágranni

Guðjón minn. Yndislegt er að sjá hvernig þú rifjar upp liðna tímann,af Valdísi ungri og ykkur báðum og svo fallega myndin af henni og Hannesi Guðjóni og fá að sjá myndirnar af þessari fallegu athöfn. Takk fyrir þetta. Hennar Valdísar hefur víða verið minnst hér á landi í dag.
Verið öll Guði falin. Kær kveðja frá Ottó og Dísu

2013-04-27 @ 01:36:00
Þórlaug

Yndislega falleg minning í máli og myndum um Valdísi. Takk.
Ég veit að þú átt eftir að reynast Hannesi Guðjóni góður afi og öðrum sem þú umgengst í framtíðinni vel eins og þú skrifar um.
Kærar kveðjur,
Þórlaug

2013-04-27 @ 17:48:41
Sóley Björgvinsdóttir

Það er mjög gott að lesa bloggið þitt oghugurinn er hjá þér.Fallegar minningar um flotta konu.Megi guð stirkja þig og vera með þér um ókomin ár.
Kveðja frá okkur Simma.

Svar: Þakka þér fyrir Sóley og kveðjur til baka.
Gudjon

2013-04-30 @ 21:23:15
Erna Jóhannesdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, kæra fjölskylda Valdísar. Hún var kona með sterka og góða útgeislun, notaleg og áhugasöm um samferðafólkið og vildi öllum vel. Hún var kölluð burt allt of snemma en hafði þó fengið að njóta þess að sjá fallegar dætur ná langt í lífinu og barnabörnin dafna og þroskast eins og best verður á kosið. Við þökkum góð kynni og góðar samverustundir.
Kveðja frá Eyjum. Erna og Egill

Svar: Þakka ykkur fyrir þessi orð og bestu kveðjur til baka.
Gudjon

2013-05-01 @ 03:34:21
Brynja

Elsku Guðjón minn og fjölskylda. Takk fyrir að deila þessu hér. Mikið eru þetta fallegar myndir og lýsandi fyrir kærleiksríka og gefandi konu. Ég get ímyndað mér fegurðina í athöfninni, sérstaklega þegar kórinn söng Gabriellas sång. Kærar kveðjur frá öllum, mamma og pabbi senda þér innilegar samúðarkveðjur

Svar: Þakka þér fyrir Brynja og kveðjur til baka.
Gudjon

2013-05-03 @ 09:22:18


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0