Grænt grænt grænt

 
Þetta grænmeti er úr grænmetisgarði Rósu. Hún kom þessu í gang í vor og svo voru þau öll í því einhverja daga Rósa, Pétur og Valgerður. Síðan lá græmnmetisræktunin á herðum Rósu. Ég taldi mig upptekinn af öðru. En sannleikurinn er sá að þetta er sáralítil vinna ef búið er að útbúa aðstöðuna. Svo þegar salatið er komið í góða skál eru það hrein auðævi að sjá það á matarborðinu.
 
Berjavinnsla var í gangi hjá Pétri og Rósu um mánaðamótin júlí-ágúst. Þarna eru þau að setja sultu á litlar, fínar krukkur sem eru góðar til margs. Til dæmis til að rétta að fólki í kveðjuskini sem hefur komið í skemmtilega heimsókn. Bláber úr Sólvallaskóginum bíða í lítilli fötu á borðinu og squash eða hvað það nú heitir bíður þarna líka þess að verða borðað.
 
Svo þegar íshafsþorskur var lagður við hliðina á fínum salatblöðum varð hann matarlegri en annars. Það var ekki kokkurinn ég sem var þarna að verki, það voru Rósa og Pétur.
 
Og með þorskinum höfðu þau steikt squash. Fyrir all nokkrum árum steikti Valdís squash í raspi og það var herramannsmatur. En þá var það ekki ræktað í garðinum bakvið húsið eins og þetta squash sem kom frá Rósugarði og gott var það.
 
Þannig lítur squash út í ræktuninni. Kannski eru margir með þetta og þykir ekkert merkilegt við að sjá það en ég tek þó áhættuna og birti myndirnar af því.
 
Það er engin smá planta sem Rósa togar þarna í. Myndin er viku gömul og er af graskeri. Í dag er plantan eða jurtin eða hvað ég á nú að segja orðin gríðar mikið stærri. Hinu megin við graskersplöntuna er squash plantan og á henni er fullt af blómum. Í gærmorgun var mikið af stórum gulum blómum á graskersplöntunni en í rigningunni í dag voru þau lokuð.
 
Hér er svo eitt af mörgum graskerjum sem enn eru á bernskuskeiði. Mér skilst að grasker séu ekki tilbúin fyrr en í september eða alla vega seint á sumri. Ég tók þessa mynd í rigningunni í dag og ánamaðkur neðst á myndinni virðist hafa orðið rigningunni að bráð.
 
Fyrir viku eða svo vistaði ég þessar myndir inn á bloggið. Ég var svo að skoða þetta áðan og man alls ekki hvað ég ætlaði að gera við myndirnar eða segja um þær. Ég hugsaði mig aðeins um áðan hvort ég ætti að henda þeim eða ekki. Ég ákvað að henda þeim ekki og reyna að segja eitthvað um þær. Allt á þessum myndum utan þorskinn og berin sem fóru í sultuna er frá Sólvöllum. Það er hægt að gera betur og mig grunar að ég hafi smitast aðeins og að ég muni leggja grænni ræktum meira lið að vori.
 
Eins og Ottó í Hrísey sagði svo oft í gamla daga þá er ég búinn að "dingla mér" síðan ég kom heim frá vinnunni. Það er vel mögulegt að Ottó segi þetta enn í dag. Á morgun ætla ég að hætta að dingla mér og dunda mér við þörf verkefni sem bíða mín.
 


Kommentarer
Auja

Þetta er frábært sjáumst um helgina

Svar: Frábært, ég verð kominn úr vinnunni um klukkan hálf tvö.
Gudjon

2013-08-08 @ 21:18:20
Björkin.

Mikið er þetta girnilegt allt saman.Krammmmmmmmm.

2013-08-08 @ 23:34:13


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0