Kæru vinirnir mínir

 22. mars síðastliðinn komu þau til Örebro með lest frá Arlandaflugvelli og má heita beint frá lestinni komu þau í heimsókn til Valdísar á sjúkrahúsið í Örebro. Þau glöddu Valdísi afar mikið með því og ég segi bara aftur; þau glöddu Valdísi afar mikið. Seinni hluta apríl sögðu þau við mig; við höldum sambandi, við fylgjumst með þér. Það hafa þau svo sannarlega gert og þau hafa verið duglegri við að halda sambandi við mig en ég við þau. Hér er ég að tala um mér alveg óskyldar manneskjur.
 
Í dag komu Auður og Þórir í heimsókn til mín á Sólvelli eins og svo oft, oft áður. Það var rætt á netinu þegar í gærkvöldi. Ég kom heim úr vinnu upp úr klukkan tvö og gekk beina leið í eldhúsið. Ég tók rúgbrauð úr frystinum, hrærði í pönnukökur, gerði kaffikönnuna klára, þeytti rjóma og svo byrjaði ég að baka. Það minnsta sem ég get gert er að reyna að taka vel á móti þeim sem vilja mér svo vel. Ég vil líka gera það vegna þess að ég get ekki annað en látið mér þykja vænt um þessar frábæru manneskjur.
 
Við settumst út i sólina með það sem ég tjaldaði til á borðinu, rúgbrauðið og pönnukökurnar með tilheyrandi. Við spjölluðum um hitt og þetta og þau sögðu mér frá ferð til Póllands. Auður meira að segja sýndi mér myndir frá ferðinni sem hún hafði í farsímanum sínum. Eftir kaffið færðum við okkur í skuggann og þau héldu áfram að tala um Póllandsferðina. Ég vildi bara ekki láta þau vita hreint út hvað ég smitaðist rosalega mikið af þessari ferðalýsingu en viðurkenndi þó að ég væri að bralla eitt og annað um ferðir í hálfgerðu laumi.
 
Hvort þau hvöttu mig til að halda því áfram. Eiginlega er það bara fornafnið að segja svo. Ég hef unnið full mikið undanfarið og ég get bara sagt það með réttu að þessi heimsókn var afar upplífgandi. Í gærkvöldi varð ég afar þreyttur að lokum eftir langan vinnudag en eftir góðan svefn var ég eiginlega hversu hress sem helst í morgun. Núna er ég líka orðinn dauðþreyttur en ég veit að eftir þessa heimsókn mun ég líka vakna vel úthvíldur í fyrramálið.
 
Þegar þau voru farin fór ég í að vökva. Það er mikið að vökva á Sólvöllum núna. Eftir viku lýkur þessari vinnuskorpu sem ég er mitt í núna, eða þannig að ég hef alla vega viku frí þá og minni vinna þar á eftir. Ég þrái að geta þá sinnt betur því sem þarf að sinna með alúð hér á Sólvöllum. Svo þarf ég líka að gefa mér tíma til að hugsa um smá ferðalög til að gera tilveruna enn ljúfari.
 


Kommentarer
Auja

Takk fyrir góða veislu og spjall ekki síst falleg orð í okkar garð. Sjáumst fljótt

2013-08-25 @ 20:40:14
björkin

Enn og aftur.Gott að eiga góða vini,mágur minn.Góða nótt.

2013-08-25 @ 23:14:43


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0