Ögn meira en í meðallagi

Ég er búinn að setja haframjölið í pott með rúsínum og apríkósum þannig að það er ekkert annað en að setja vatnið í pottinn og kvekja á plötunni. Smiðurinn kemur svo snemma að ég verð að hafa mig allan við til að vera tilbúinn þegar hann kemur. Það er dálítið mikið núna, en svona er það bara. Ég get hvílt mig seinna. Ég fékk líka hjálp í dag frá góðu fólki. Þegar ég kom heim um hálf sex leytið í kvöld með skápaefni og ísskáp frá Stokkhólmi beið mín fólk í sólinni sem bar allt inn með mér. Þórir og Auður eru söm við sig, koma gjarnan á réttum tíma í heimsókn.
 
Ég get ekki sagt að það sé vel tekið til hjá mér þetta kvöld, hvorki úti eða inni. Stundum er bara of mikið að gera en ég get auðvitað tekið til þó að það dragist um einhvern dag eða daga. Eftir að ég kom heim úr Stokkhólmsferðinni og búið var að ganga frá því sem ég flutti heim með mér þaðan, lét ég ganga fyrir öllu að vökva nýræktina kringum Bjarg og auðvitað að gefa Broddunum mínum matinn sinn. Meðan ég var að því var dádýrsmamma á beit á gamla túninu vestan við Sólevelli og með henni var kiðið hennar. Það var svo skrýtið að þegar ég byrjaði að horfa á þau var eins og þau hefðu fengið að vita um það. Þau litu bæði upp og horfðu á mig á móti. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég tek eftir þessu.,
 
Jú, svo ætla ég að vinna tvö kvöld/nætur í komandi viku. Mér er varla við bjargandi. Það verður greinilega ekki fyrr en í næstu viku sem ég fer í tiltektina. Hér heima, bæði úti og inni. En hvað er ég nú að sýsla. Ég þarf að fara að sofa og sofa vel og svo er ég bara að leika mér við tölvuna. Það er áríðandi fyrir mig að sofa mikið þegar annir eru miklar. Því verður þetta blogg bæði stutt og endasleppt. Ég veit varla hvers vegna ég byrjaði á því.


Kommentarer
Auja

Guðjón minn bara að biðja um smáhjálp

Svar: Auður mín, það er varla að ég geti það því að þið komið áður en ég kemst til að biðja um hjálpina. Þið eruð trölltrygg.
Gudjon

2013-08-04 @ 22:50:48
Björkin.

Farðu nú bara varlega með þig ,kæri mágur.Tiltektin fer ekki langt.Gangi þér vel.KRAMMMMMM.

2013-08-05 @ 11:59:59


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0