Usha


 
 
 
 
Usha fæddist 1961 á Indlandi en í fjölda ára hefur hún búið í Svíþjóð. Hún ætlaði að koma til Örebro á útfararathöfn Valdísar þann 26. apríl. Nokkuð snemma þá um morguninn sendi hún Rósu skilaboð og sagði að hún hefði svo mikla verki í kviðarholi að hún væri á leið á sjúkrahús. Ekki svo löngu síðar greindist hún með krabbamein á þremur stöðum í líkamanum.
 
Usha dó í morgun.
 
Usha og Rósa dóttir mín voru vinnufélagar og síðar með sjálfstæðan atvinnurekstur báðar tvær þar sem þær höfðu all mikla samvinnu. Góðar vinkonur voru þær og Pétur var einnig meðal vinanna. Rósa og fjölskylda sleppur því ekki sársaukalaust frá þessu og ég verð að viðurkenna að ég slepp ekki heldur ósnertur frá því. Usha var ljúf kona að hitta, tók vel á móti fólki og vildi fólki vel. Þegar nokkuð sýnt var að það yrði ekki aftur snúið frá sjúkdómnum, eða þann 19. maí, kom Rósa með hana í dagsferð hingað á Sólvelli. Hún skoðaði hér allt í krók og kring, ráðlagði í sambandi við matjurtir og ýmislegt annað. Þá stráði hún kringum sig velviljanum sem hún var svo rík af. Fyrir all nokkrum árum fóru þær saman í ferðalag til Indlands vinkonurnar og þá kynntist Rósa fjölskyldu hennar þar. Tvisvar sinnum var hún hjá Valgerði í Vestmannaeyjum með námskeið í indverskri matargerð. Hún hreifst af Vestmannaeyjum og Íslandi almennt. Á fimmtugasta og öðru aldursári hvarf hún héðan og ég verð að segja að ég finn fyrir sterkri ósk þess efnis að hún hefi fengið að lifa lengur. Andlát hennar dregur sterkt fram minnngarnar frá í apríl síðastliðnum.
 
Usha, þakka þér fyrir allt það góða viðmót sem þú sýndir okkur Valdísi.


Kommentarer
Björkin.

Blessuð sé minning hennar.

2013-08-15 @ 00:37:45


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0