Það dundi eitthvað þarna úti eins og það væri að koma þota

Um klukkan sjö í morgun undirbjó ég fótaferð. Ég lagðist á bakið með hnakkan upp á mjúka kantinum við höfðagaflinn hjá mér og lét hugann reika. Allt í einu dundi eitthvað úti. Það var eins og það væri stór þota að nálgast í aðflugi að Örebroflugvelli. En fljótlega skildi ég hvað var á ferðinni. Það var hann Mikki bóndi á stóru dráttarvélinni sinni með snjóplóginn í fullri vinnslu. Það fóru ónot um mig og ég hugsaði að mikið heldur vildi ég hafa myrkur en snjó sem ég þyrfti að brasa við morgun eftir morgun, jafnvel í vikur.
 
Þegar ég fór svo á fætur vildi ég fyrst ekki líta út og sjá allan snjóinn. Þegar ég var búinn að kveikja upp leit ég út og sá þá að það voru kannski tveir sentimetrar sem hefðu komið frá því í gær. Mikki mokaði ekki í gær þannig að hann tók þessa litlu snjókomu eftir tvo daga í einni ferð. Kannski alls ekki nauðsynlegt en kannski betra fyrir framhaldið ef það snjóar meira.
 
Þetta með kvíðann fyrir snjónum er svolítið mótsagnakennt hjá mér. Ég veit að það er mikil þörf á frosti og áður en það kemur mikið frost er nauðsynlegt að fá snjó. Á Þann hátt heldur náttúran sér í eina sex mánuði á ári í þúsunda ára gömlum farvegi sem er hluti af því að þetta land er svo fallegt sem það er, og þá á ég við hinn frábæra sumartíma. Ég fer að ganga um skóginn í apríl til að fylgjast með brumhnöppum og þar á eftir fara fyrstu laufin að láta bæra á sér. Svo flæðir fram hver tegundin af annarri, beyki, birki, hlynur en þó fyrst af öllu seljan. Síðar eik, álmur og fleira og fleira.
 
Þetta laufflæði heldur svo áfram alveg fram í júní og síðan taka sumarmánuðirnir við þar sem breytingin er ekki svo mikil, allt er bara ein töfrandi dýrð. Eitthvað það fallegsasta sem ég sá svo af þessum töfrandi árstíma tíma í ár voru haustlitirnir upp í Dölum, við Siljan, á eyjunum í Runn, í Falun, Svärdsjö, Svartnäs, ein lokkandi dýrð sem lyftir huganum í hæðir. Svo ligg ég morgun einn latur í rúminu mínu og vona að það komi enginn snjór því að þá þurfi ég að fara að eyða tíma í snjómokstur hér heima. Þá mundi ég kannski fá snjó ofan í skóna mína, eða stígvélin, og ég verða blautur og kannski kaldur á stórutánni. Sveiattan Guðjón. Án vetrarins mundi allt hitt spillast.
 
Ég get ekki annað en endað þetta með nokkrum myndur sem einmitt eru úr Dölunum.
 
Ein lokkandi dýrð sem lyftir huganum í hæðir. Við Runn nærri Falun.
 
 
Og áfram ein lokkandi dýrð sem lyftir huganum í hæðir. Við Siljan
 
 
Og enn við Siljan, séð móti vestri að Noregi
 

Og nú bíður mín vinna út á Bjargi. Í gærkvöld mundi ég allt í einu eftir því að ég þurfti að kaupa loftlista á baðið. Þeir eru komnir í hús. Ég er ennþá minnugur orðanna hans Nisse prests þegar hann kom í fyrradag: "Hann sagði það vera mikinn auð að eiga svona frábæran stað að koma heim til og búa á."
 
Mikið var ég honum þakklátur fyrir að segja þetta og er enn. Stundum þarf ég á staðfestingum að halda, staðfestingum um að ég sé ekki að vaða í villu.


Kommentarer
Dísa gamli granni

Það er náttúrlegalífs nauðsin að eiga sitt góða heima og þú átt það sannarlega.

Svar: Þú kannt gott að meta Dísa mín, þið voruð líka aufúsugestir hér í fyrra.
Gudjon

2013-12-07 @ 17:13:59
Dísa gamli granni

Það er náttúrlegalífs nauðsin að eiga sitt góða heima og þú átt það sannarlega.

2013-12-07 @ 17:14:45
Björkin

Gríðarlega flottir haustlitirnir.Góða nótt kæei mágur.

Svar: Góða nótt mágkona.
Gudjon

2013-12-07 @ 23:16:02


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0