Allt mögulegt

 
Ég hugsa að Valdís hafi ekki handleikið neitt af sínu jólaskrauti af jafn mikilli umhyggju og þessa gylltu muni sem hanga á gardínustönginni. Það gekk ekki annað en setja þá upp þó það ekki snerist jafnvel ekki um neitt annað en að bera virðingu fyrir jólavenjum hennar. Og þegar ég var búinn að því var ég auðvitað ánægður sjálfur.
 
Svo var íslenska jólasveinafjölskyldan, auðvitað að meðtöldum Grýlu, Leppalúða og jólakettinum, pakkað í sama kassa. Það var bara augljóst að þau skyldu upp úr kassanum líka. Ég veit líka að ef tvær stúlkur sem hafa verið nágrannar mínir skyldu líta inn, þá mundi það verða svolítið ævintýri að virða þessi skrýtnu fyrirbæri fyrir sér. Þar á ég við Siw og Ölmu sem voru góðir vinir Valdísar.
 
 
*          *          *
 
 
Ég fór í innkaupaferð í kaupfélagið í gær eins og ég hef þegar sagt frá. Þegar ég gekk framhjá einum rekkanum sá ég gráfíkjur sem voru svo girnilegar og vel stillt upp að ég keypti einn poka þó að það væri ekki á tossamiðanum mínum. Ég fann hvernig munnvatnið streymdi um munninn og þegar ég var búinn að borga stakk ég gráfíkjupokanum í vasa minn en allt annað setti ég í pokana mína. Þegar bíllinn var kominn í gang gat ég ekki beðið lengur. Ég tók upp gráfíkjurnar, sleit gat á pokann og tók eina gráfíkju og stakk henni upp í mig. Hún bókstaflega fyllti munninn. Stærðin á henni fannst mér staðfesta að hún væri ekki vistvænt ræktuð. Svo reyndi ég að vinna á stærð hennar meðan ég var að koma mér út á hraðbrautina.
 
En á myndinni hér fyrir ofan er það granatepli sem ég hef tæmt með sleifarlaginu. Ég borða mikið af granateplum eftir að ég lærði almennilega að tæma þau. En af hverju að blanda saman gráfíkjum og granatepli? Jú, vegna þess að granateplin eru líka orðin svo gríðarlega stór og þau geta ekki heldur verið vistvænt ræktuð. Ég reyni að kaupa vistvænt ræktað eftir því sem mögulegt er. Það er heldur dýrara en eftir að ég byrjaði á þessu finnst mér það vistvæna vera sjálfsagður hlutur ef mögulegt er að finna það. Stundum sleppi ég líka að kaupa ef það er ekki til.
 
Svo er granateplið afar gott í tyrknesku jógúrtinni með svolítilli rjómaslettu til að mýkja eftirréttinn. Að því er ég best veit eru þau mjög holl fyrir menn á miðjum aldri :)
 
 
*          *          *
 
 
Hér er nokkuð sem ég ætlaði alls ekki að sýna en svo er ég þannig að ég get ekki haldið vatni yfir neinu. Viðarhaugurninn sem greina má undir seglinu er fyrst hlaðinn af honum Jónatan tengdasysi mínum og hann byrjaði á að kljúfa þennan við vorið 2012. Það var ekki til nein almennileg geymsla fyrir hann því að Jónatan var búinn að fylla allar aðrar geymslur. Því staflaði hann viðnum á einnota vörubretti. Ég var að byggja og fann mig ekki hafa neinn tíma meðan einhver annar vildi sinna þessu. Síðar um sumarið fór hann Gústi mágur í að kljúfa þann við sem eftir var og hann lauk við hverja spýtuflís sen fannst hér á Sólvölum og hélt áfram að stafla þar sem Jónatan hætti. Haugurinn var jafn hár og þar sem hann er hæstur undir seglinu og náði alveg að trénu.
 
Í dag er engin byggingarvinna svo árðiðandi að ég hafi ástæðu til að láta þennan við vera lengur í óreiðu. Það er ekki gott að geyma við undir segli, það lærði ég fyrir löngu síðan. Ég er feginn að vera kominn þangað að ég geti rólegur farið í svona verkefni. Ég hef ekki getað það frama að þessu þar sem mér hefur fundist annað verða að ganga fyrir. Hreinlega verða að ganga fyrir. Svo er það oft matsatriði hveð verður að ganga fyrir, stundum sálrænt atriði.
 
Það er að bjarga verðmætum að ganga vel frá viðnum sínum. Það er líka mikil tiltekt í því og þegar ég verð búinn að þessu verða Sólvellir fallegri staður sem ber vitni um hirðusemi. Það er dyggð. Það er skylda min að ganga vel um hér, annars er ég slóði og ekki verður staðarins.
 
Valgerður og Jónatan, Árný og Gústi og Rósa og Pétur ásamt Hannesi Guðjóni eru eiginlega eina fólkið trúi ég sem áttar sig almennilega á því hvað ég er að tala um í sambandi við þessa tiltekt mína.
 
 


Kommentarer
Björkin

Veit hvað þú ert að tala um mágur sæll.Góðann tíma í ágúst og sept.2012.Er mjög glöð í hjarta mínu að hafa komið og notið þessa tíma með ykkur.Hann verður fastur í huga mínum meðan ég lifi.Líði þér vel mágur og gaman að sjá hvað er jólalegt hjá þér..Góða nótt.Krammmmmmmmmm.

Svar: Þakka ykkur fyrir aðstoðina þá mágkona. Nú er kominn dagur á Sólvöllum þannig að ég segi góðan daginn.
Gudjon

2013-12-17 @ 00:06:59


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0