Ég gleymdi að fara í jólaklippinguna

Ég fór nokkuð tímanlega á stjá í gærmorgun til að lenda ekki í neinni tímaþröng með Stokkhólmsferðina seinna um daginn. Ég hafði nokkra tíma til stefnu, en það var líka margt sem ég gjarnan vildi komast yfir áður en ég færi af stað. Ég var afar seinn að koma mér í rúmið kvöldið áður og um klukkan eitt um nóttina sá ég skilaboð á feisbókinni um að hún Lilja móðursystir hennar Valdísar hefði fengið frá mér jólabréfið. Hún var ein þeirra fáu sem ég sendi það póstleiðis -í ófrímerktu umslagi. Þetta með frímerkin var ekki með vilja gert. Þau voru í vasa mínum þegar ég setti bréfin í póst. En alla vega, Lilja hafði fengið bréfið og var búin að lesa það og var glöð. Þá varð ég líka glaður. Ég veit ekkert um afdrif hinna bréfanna sjö en vil svo gjarnan vita.
 
Þegar það var orðið bjart leit ég út um þvottahúsgluggann á leið minni fram á bað til að fara í sturtu. Þá sá ég fyrir alvöru hvaða stórvirki tiltektin mín undanfarið hafði verið. Þvílíkur munur. Ég varð undrandi yfir hversu lengi ég hafði látið þetta vera svona eins og það var. Og viðarstæðurnar! Þvílíkt magn af eldiviði sem nú var í góðu vari. Svo kom ég fram í baðherbergið og leit á mitt beyglaða andlit í speglinum. Úff! og svo sá ég að ég hafði gleymt jólaklippingunni. Fjárinn!
 
Ég gekk til baka og leit aftur út um þvottahúsgluggann og á svæðið sem ég rakaði og hreinsaði endanlega upp í myrkri kvöldið áður með aðstoð af ljóskastara  og vasaljósi. Þar sá ég viðarskýlin full af við sem ég kem til með að nota það sem eftir lifir vetrar og langt fram á næsta vetur. Jú, það var þess virði að vera óklipptur. Að svo búnu fór ég í sturtu og það réttist heldur úr beyglunum. Síðan dreif að gesti, ég ruglaðíst í ríminu og gleymdi rúgbrauðinu og fleiru sem að vísu var smávægilegt.
 
*          *          *
 
Ég hálf dormaði í lestinni alla leiðna. Ég sendi tvö sms til Íslands en átti efitt með að skrifa þau því að ég var svo syfjaður. Lestin var fimm vagnar á tveimur hæðum og allt virtist yfirfullt. Þvílík fólksmergð fyrir sveitamanninn. Ég sat þar til flestir voru komnir frá borði og þá var bankað hressilega í rúðuna sem næst mér var. Hann nafni minn var mættir til að lóðsa mig heim og biðja pabba og mömmu að halda á annrarri töskunni minni. Brátt vorum við í heimahúsi á ný.
 
Stokkhólmsborg var svipuð sjálfri sér, fólkið einnig, og það var gott fyrir mig að vera kominn innan um mitt fólk. Kvöldið leið að miðnætti á andartaki. Þegar Hannes var háttaður vildi hann fara í feluleik með afa. Það var gerður bindandi samningur, hvor okkar mátti fela sig einu sinni. Hann reyndi að framlengja en skildi strax að samningur var samningur.
 
Eftir að kyrrt varð í húsinu ætlaði ég að skrifa aðeins en Óli Lokbrá stöðvaði það með gæsku sinni og heppinn var ég. Svo svaf ég möglunarlaust í átta tíma. Þá heyrði ég ungan mann segja: hvar er afi? og hver á ekki að vera vaknaður um klukkan átta ef ekki afi. Ég var ekki í sveitinni lengur, ég var í stórbvorg þar sem lífið ólgar í hverjum krók og kima. En ég lét mér ekki nægja það og þess vegna fór ég í partý.
 
Við fórum öll fjögur í þetta partý og gnagan þangað stóð ekki nema eins og eina mínútu. Hannes fór fyrir þar og hringdi dyrabjöllunni. Óskar leiksólafélagi hans opnaði fyrir okkur og dyrnar voru ekki fyrr opnar en lífið var í fullum gangi. Svo kom meira fólk og meiri börn og ennþá meira fólk og ennþá fleiri börn og það vare eins og gestakomunni ætlaði aldrei að linna. Afi úr sveitinni var kominn í annan heim.
 
Þegsr ég, afi í sveitinni, taldi liðinn það langan tíma að það væri ekki dónalegt að fara, þá reis ég úr sæti mínu og bar það fyrst undir Rósu hvort það væri ekki í lagi að ég yfirgæfi leiksvæðið. Jú, það varð niðurstaðan. Þegar ég þakkaði fyrir mig og veifaði til nærstaddra verð ég að segja að ég var vel kvaddur af öllum. En ég er búinn að komast að nokkru þennan eftirmiðdag. Ég væri ekki góður starfsmaður á leikskóla eða uppalandi smábarna. Mér þótti vænt um að vera vel kvaddur af þessu ókunna fólki.


Kommentarer
Þórlaug

Manstu eftir breytingunni fyrsta hreinsunardaginn í Hrísey?

2013-12-21 @ 22:16:27
Þórlaug

Manstu eftir breytingunni fyrsta hreinsunardaginn í Hrísey?

Svar: Já, ég man mikið vel eftir því, það var upplifun.
Gudjon

2013-12-21 @ 22:16:30
Björkin.

Skil vel ég langammann..stutta,,á erfitt með að vera í miklum hávaða og með hóp af börnum..ekki lengi.Þó þau séu yndisleg.Líði ykkur vel í borginni.Góða nótt.

2013-12-22 @ 00:14:07


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0