Jólaferð Guðjóns afa til Stokkhólms 2013

 Margar myndir - lítið tal. Tæknisafnið í Stokkhólmi.
 
Við vorum á Tæknisafninu í Stokkhólmi í dag. Þar er um auðugan garð að gresja og eitt af þúsundum atriða þar var að æfa sig á alvöru skurðgröfu. Hannes Guðjón settist í skurðgrafarastólinn og gróf um stund.
 
Svo settist mamma hans í stólinn og Hannes kenndi henni að vinna á skurðgröfu. Eldri nemur -ungur temur. Ég reyndar prufaði líka en þá allt í einu dreif að svo mikið af börnum sem vildu spreyta sig að ég sá mér ekki annað fært en gefa eftir stólinn en hefði gjarnan viljað spreyta mig svolítið lengur.
 
Það hefur verið hjólað lengi á jörðinni og hjólhestrnir margvíslegir.
 
Á stóru safni verður margur svangur og það er jafn gott að rækjusneiðarnar eru vel við vöxt. Ég var búinn að borða þriðjunginn af sneiðinni þegar ég tók myndina.
 
Og spaghettíið með tómatsósu, nammi namm namm.
 
Á Tæknisafninu í Stokkhólmi er sérstök deild fyrir hluta af uppfinningum kvenna eins og hér kemur fram á sýningarlýsingunni hæð 3. Við Guðdís dótturdóttir mín vorum þarna á ferðinni fyrir nokkrum árum og þá heimsóttum við auðvitað sýningarsal kvennanna.
 
Þar kemur meðal annars fram að þessi kona, Marie Curie, er eini Nóbelsverðlaunahafinn sem hefur fengið verðlaun fyrir bæði eðlis- og efnafræði. Það verður varla gengið þarna um salinn án þess að veita þessu athygli. Hún var uppi frá 1867 til 1934 og við að lesa þennan stutta texta undraðist ég á því hvernig í veröldinni tókst henni að upgötva það sem hun uppgötvaði með tækni þess tíma. Ég þarf víst ekki að skilja það, henni tókst það samt.
 
 
 
 Margar myndir - lítið tal. Íslendingar í Stokkhólmi.
 
Á Celsiusgatan 3 í Stokkhólmi tveimur dögum fyrir jól. Stúlkan Kristín Þórhallsdóttir, þá skurðlæknirinn Þórhallur, Elísabet málvísindamaður og karlinnn hennar Ingvaldur forritari, Pétur málvísindamaður og sjálfur ég, Guðjón alkakall. Hann nafni minn  Hannes Guðjón snýr hnakkanum í myndavélina. Þetta var góður desemberdagur.
 
Ég verð auðveldlega svolítið öfundsjúkur þegar fólk bara sest niður án þess að hafa skipulagt neitt og svo tekur einn gítarinn og svo bara syngur fólk. Einfaldlega fer að syngja. Svo var það í þetta skipti. Pétur bara var eitthvað að föndra við gítarinn og svo fóru þessi þrjú að syngja. Það er Valgerður kona Þórhalls sem er lengst til vinstri og dóttirin Krístín í miðjunni.
 
Afi gamli með Ágúst Þórhallsson á háhesti og Vala mamma skellihlær.
 
Hannes Guðjón vildi líka vera með um háhestinn.
 
Það varð auðvitað að taka mynd af gestgjöfunum Rósu og Pétri og Þórhallur og Vala fengu að vera með.
Þá voru Elísabet, eða Dúdda, og Ingvaldur farin. Það er Þórhallur sem ræktar bíflugur og og mér heyrist á öllu að Vala kunni þeirri tómstundaiðju vel. Það verður líklega að skrifast á reikning Þórhalls að ég er búinn að skrá mig á býflugnaræktarnámskeið í Örebro í mars næstkomandi. Það var mjög skemmtilegt samfélag heim að sækja í sumar, býflugnasamfélagið þeirra.
 
Þegar enginn sér til getum við nafni minn tekið upp á ýmsu.
 
Það er að sjá að Hannes Guðjón sé til í að feta í fórspor Helga afa sem var bakari og eigandi Björnsbakarís í áratugi. Pétur pabbi vann þar líka á sumrin í mörg ár. Hér er nefnilega öll fjölskyldan að Celsiusgatan 3 í Stokkhólmi að baka gráfíkjutertu eftir uppskrift Valdísar ömmu. Svo var þessi terta meðal annars borðuð af Íslendingunum sem hittust í Celsiusgötunni tveimur dögum fyrir jól.
 
Jólaferðin til Stokkhólms er góð þrátt fyrir allt. Það er Þorláksmessukvöld og síðdegis á morgun sný ég til baka til heimahaganna. Á jóladag fer ég í Vornes eins og ég hef fyrr sagt til að vera sólarhring með systkinum mínum þar.


Kommentarer
Björkin.

Mikið ánægð að sjá hvað er gaman í STH,aðallega hjá ykkur nöfnunum.Kær jólakveðja í hús. Góða ferð svo heim mágur minn.



Svar: Þakka þér fyrir mágkona og gleðileg jól.
Gudjon

2013-12-24 @ 00:27:04


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0