Nú er það bara hörku vinna

Það er nú svo mikið að gera á Sólvöllum að það er ekki einu sinni tími til að blogga og þá er nú mikið sagt. Að vísu er þetta dálítið ýkt hjá mér, en fyrir mig er það heil mikið að láta klukkuna hringja 5 á morgnana og vera svo kominn heim um sex leytið. Það er líka talsvert mikið meira fyrir það að það er svo dimmt í báðum leiðum. Annars veit ég ekki hvers vegna ég er að segja þetta, kannski til að láta bera á mér.
 
Töfrakonan í Vingåker sagði þegar ég var hjá henni í síðustu viku að ég byggi yfir mikilli lífsorku og það var svo sem ekki aldeilis leiðinlegt að heyra það. Og sannleikurinn er sá að dagurinn í dag gekk svona líka stór vel í vinnunni og sama var á föstudaginn var og það er auðvitað gaman. Það skapar lífsorku að finna ennþá að ég virka eins og ég geri.
 
Í fyrramálið á klukkan að hringja 5 eins og í morgun. Svo get ég sofið fram að hádegi á miðvikudag. Að vísu geri ég hreint ekki ráð fyrir að gera það en notalegt er að vita að ég get gert það. Hófleg vinna hvetur til góðrar heilsu og hindrar synd sagði 80 ára læknirinn í Fjugesta í haust. Ég treysti kallinum því að hann leit svo hressilega út sjálfur. Það bjó í honum mikil lífsorka. Eftir morgundaginn hefst á ný mitt bauk hér á Sólvöllum.
 
Svo er ég alveg stein hættur þessum skrifum mínum og fer að bursta og pissa.


Kommentarer
Björkin

Keyrðu bara varlega mágur minn.Gangi þér vel í öllu.Krammmm.

Svar: Takka tér fyrir mágkona
Gudjon

2013-12-03 @ 12:54:23


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0