Dýrindis dagar

Það er svo mikil blíða að það er að verða of mikið. Eplatrén eru farin að gulna. Kannski var það klaufaskapur að sjá það ekki fyrir en þannig er það bara að ég sá það ekki fyrir. Hefði ég áttað mig á þessu hefði ég beðið Rósu og Pétur að vökva fyrir mig. Í dag var ég á leiðinni heim úr vinnu upp úr klukkan eitt í 28 stiga hita. Nokkru eftir að ég kom heim fór ég út með skóflu að grafa. Ástæðan fyrir að ég er að segja frá því er sú að ég er ánægður með að geta það. Þegar svitinn er kominn af stað er allt í lagi að vinna í svona hita. Og svo er það þetta sem ég talaði um í síðasta bloggi að það er til mikils að vinna. Stórverkin að verða búin og tími notalegheitanna framundan. Svo leit ég á eplatrén og sá að tvö þeirra eru farin að gulna. Nú er búið að bæta úr því og þessi tré eiga ekki að verða þyrst í nótt.
 
Viljið þið ekki koma og sjá sagði Pétur fyrr í kvöld, einmitt þegar Hannes var kominn inn í rúm og Óli lokbrá ætlaði að fara að taka hann að sér.
 
Þetta fyrir bæri kom svífandi frá suðvestri og kom beint yfir Sólvelli. Ég minntist loftbelgsferðar minnar fyrir nokkrum árum og hversu notalegt það var að svífa þarna uppi í algerri kyrrð utan hljóðið í gasloganum öðru hvoru. Að svífa með vindinum og þar með upplifa algert blæjalogn er mjög fín tilfinning. Ég fann til löngunar að gera þetta aftur. En svo er bara hvort það er það sem ég vil helst af öllu gera. Það kostar dálitla peninga og það er líka hægt að gera svo margt fyrir sömu fjárhæð. Ég er búinn að prufa þetta einu sinni og veit um hvað er að ræða. Mitt er valið.
 
Svo fór loftbelgurinn yfir Sólvelli og hvarf yfir skóginn til norðausturs. Það sem ég hef sagt um þennan loftbelg var bara inngangurinn að því sem skipti máli. Myndin fyrir neðan er aðalatriðið.
 
Það sem var aðalatriðið var þetta. Hannes átti auðvitað að fá að sjá loftbelginn og þá var sængin vafin utan um hann og svo settust þeir feðgar í stól úti. Mikið falleg mynd og ég fékk að taka nokkrar áður en Hannes fór að mótmæla. Hann virtist snortinn af kvöldkyrrðinni en ég er ekki viss um það hvort hann trúði mér almennilega þegar ég sagði honum að ég hefði eitt sinn farið í loftbelgsferð til að upplifa eitthvað nýtt og til að sjá landið frá nýju sjónarhorni. Þarna sátu þeir feðgar um stund og værðin yfir honum nafna mínum var býsna mikið önnur en fyrr um daginn þegar ég var að grafa holu bakvið hús og Rósa og Pétur að flytja til mín perlumöl í hjólbörum.


Kommentarer
Björkin.

Það er margt að upplifa á Sólvöllum.Fallegar myndir.Líði ykkur öllum vel.

Svar: Tack sömuleiðis mágkona.
Gudjon

2013-07-28 @ 12:09:58


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0