Bliðviðrisdagur

Klukkan var að verða hálf ellefu og það var farið að bregða birtu. Þá fannst mér sem ég mætti til með að fara út og ganga svolitið um kring og svo gerði ég. Það var fullkomlega kyrrt og enginn var á ferð utan kona nokkur sem gekk hljóðlega hjá með hundinn hans pabba síns til að leyfa honm að pissa.
 
Broddi var búinn með matinn sinn og Hannes var búinn að koma út og skoða hann. Í kvöld kom Broddi mikið fyrr en kvöldin áður en samt var Hannes nýkominn í rúmið. En hann fékk teppið yfir sig og svo gekk hann svolítið kringum Brodda og virti þetta hljóðláta dýr fyrir sér. "Maður má nú ekki klappa honum á broddana" sagði Hannes og vildi ekki koma of nærri. Samt er það þannig með þetta dýr sem hefur ekki breytst í miljónir ára að það dregur að sér og fær fólk til að þykja vænt um sig.
 
Bakvið Hannes stendur Martin gröfumaður sem var á þessu augnabliki að koma með mold sem á að nota kringum Bjarg. Hann ætlar að koma á laugardaginn og grafa niður drenlögnina þar, ganga endanlega frá plani bakvið húsið og almennt að gera fínt umhverfis það. Martin fannst þetta með Brodda nefnilega svolítið spennandi líka.
 
*          *          *
 
Það var hér sem ég stein sofnaði framan við tölvuna og þegar ég var sofnaður komu ekki fleiri orð á skjáinn. Svo vaknaði ég hálf hissa og átti ekki um annað að velja en að slökkva á tölvunni. Þá var ég þó búinn að vista þessar myndir inn á bloggið og nú morguninn eftir er ég ekki alveg viss um hvað ég hugsaði mér með þær í gær. Það verður gaman fyrir mig að sjá hvað kemur út úr því.
 
Hannes bað um að fara í skógarferð. Við lögðum af stað með hvor sínar hjólbörur, tómar báðar, en með hjólbörur hafði þessi ferð auðvitað meira gildi. Rósa fylgdi eftir með myndavélina. Svo eftir eina fjörutíu metra í skóginum fannst Hannesi maurarnir vera orðnir of nærgöngulir og líkaði ferðin ekki lengur. Þá stakk mamma hans upp á því að hann færi upp í hjólbörurnar hjá mér og svo gerði hann. Hann spáði í margt og mikið þarna í hjólbörunum og fannst skrýtið að einstaka maur kom upp í hjólbörurnar til hans. "Afi, afi, hérna" sagði hann þá, og afi auðvitað hjálpaði honum úr hættunni og kastaði maurunum fyrir borð.
 
Svo vildi Hannes samt sem áður koma niður á jörðina og gera sínar athuganir þar. Það er spurning hvað við erum að skoða þarna en líklega er það mjög afgerandi mauraslóð þar sem ótrúlegur fjöldi maura er á fullri ferð fram og til baka yfir gönguslóðina. Börn taka meira eftir því sem er að ske á jörðu niðri. Við "fullorðna" fólkið viljum horfa hærra og erum gjörn á að gapa meira yfir hlutum sem eru víðs fjarri og ofar okkar skilningi og látum ljós okkar skína þar. Það er spurning hvort gerir meira gagn.
 
Þegar maður er einu sinni búinn að virða fyrir sér lifandi mauraþúfu er auðvelt að gera sér grein fyrir því að það er iðandi fjöldi af maurum á þessari mynd sem Rósa tók í athugunarferð okkar í gær. Neðst og aðeins hægra megin við miðja myndina er grannur greinarendi af greni. Án kranabíla, vörubíla og dráttarvagna hefur maurunum tekist að koma þessum greinarenda langt upp í hauginn sinn. Hvernig þeir framkvæmdu það er mér stór spurning.
 
Hvað ég ætlaði mér með þessa mynd í gær er mér spurning. En eitt veit ég, að meðan ég var úti við Bjarg í gær að undirbúa komu Martins, þá bakaði Rósa pönnukökur. Hvort lyktin barst til nágrannanna veit ég ekki og býst heldur ekki við því, en hins vegar birtist þessi fjögurra manna fjölskylda alveg á réttu augnabliki til að fá sér síðdegiskaffi með okkur. Hannes og jafnaldra hans, Siw, fóru í leikturninn að leika sér og létu okkur eftir það mesta af pönnukökunum. Sólin og einstök veðurblíðan léku við okkur einn daginn enn. Pétur opnaði sólhlífina til að veita svolítinn svala við síðdegiskaffið og svo var glatt á hjalla. Alma, sem er þarna við hliðina á Stínu mömmu sinni, er mjög hrifin af pönnukökum. Hún lærði að borða þær hjá Valdísi og hún er líka viljug að borða þær hjá okkur hinum sem nú bökum pönnukökur á Sólvöllum.
 
Lífið heldur áfram en þessi orð um pönnukökurnar vöktu tregannn til lífs á ný.


Kommentarer
Björkin.

Mikið er fallegt og notarlegt hjá ykkur.KRAMMMMMMMMMM.

2013-07-12 @ 12:33:05


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0