Vatns-kráin

Ég talaði um það í kaffihléi í Vornesi í morgun að ég hefði verið að heimsækja staði við Hjälmaren og ætlaði að halda því eitthvað áfram. Og eins og ég sagði í blogginu í gær talaði ég um það í morgun að ég væri að hugsa um að heimsækja Fiskeboda í dag, en ég mundi kannski hætta full seint að vinna til að það tækist. Þá bentu þau mér á að það væri mjög fínn staður við Hjälmaren sem væri mikið meira í leiðinni fyrir mig og þessi staður héti Sjökrogen. Ég ákvað þá að heimsækja Sjökrogen í dag og láta Fiskeboda bíða.
 
Ég skrapp fram á bryggju við Sjökrogen og tók mynd af veitingsastaðnum. Þetta var nú ekki alveg það sem ég átti von á en þó óneitanlega ósköp huggulegt.
 
Svo athugaði ég hvaða góðgæti ég gæti fengið þarna og þá eitthvað sem kæmi í staðinn fyrir kvöldmat. Þessi rækju/krabbabrauðsneið varð fyrir valinu. Víst var þessi brauðsneið alveg ágæt en hún var þó í þeim verðflokki sem ekki passar þegar ég er einn á ferð. Hún var tveimur og hálfum sinnum dýrari en brauðsneiðin sem ég fékk á Hjälmargården í gær, og ef svo dýrt er keypt þá þarf að vera selskapur við borðhaldið þannig að það sé hægt að sitja lengi, lengi og njóta þess að vera á staðnum. Þá má verðið alveg vera hærra. En alla vega; við þessar aðstæður snerti verðið nýskupúkan í mér.
  
Auðvitað var ósköp huggulegt þarna eins og ég sagði áðan og fólki virtist líða ósköp vel þar sem það sat yfir einhverju góðgæti og hafði góðan félagsskap.
  
Í raun og veru var ég meira að huga að fallegum stöðum með þessum heimsóknum á strendur Hjälmaren en að fínum veitingahúsum. En þar sem ég sat með brauðsneiðina mína og leit út fyrir handriðið sem var við hliðina á stólnum mínum, þá blasti við mér óendanlegt dýpi. Allur himingeimurinn var þarna niðri og þar að auki var hann hálfskýjaður. Víst var það fallegt. Ég hef alltaf verið veikur fyrir þessum speglimyndum þar sem himingeimurinn speglast svona vel í dýpinu. Ég hef líka alltaf verið hrifinn af sepgilmyndunum í minni stöðuvötnum þegar skógurinn speglast í dýpinu við ströndina hinu meginn.
 
Skógi vaxnar eyjar í Hjälmaren. Þessar eyjar eru ekki svo langt austan við Örebro.
 
Þetta er svo sem ekki ósnoturt en þessi mynd er tekin stutt frá Sjökrogen. Hins vegar er ég alveg með það á hreinu að það er mikið meiri náttúrufegurð við Fiskeboda sem er 60 km austar. Ég má til með að koma þar við á næstunni og taka myndir til að sanna það. Annars er þetta með Sjökrogen og Fiskeboda kannski bara þrátefli í mér, þrátefli sem byggist á því að ég er búinn að vinna æði stíft í fimm daga og er þreyttur og slitinn.
 
Hins vegar er það ekkert þrátefli í mér að skógurinn sem ég er búinn að horfa á öðru hvoru síðasta klukkutímann hérna austan við gluggann minn, hann er fallegri og gróskumeiri en nokkru sinni fyrr. Það er eitt og annað að sjá í Svíþjóð og það var meiningin með þessum bloggum mínum að sýna fram á það.


Kommentarer
Björkin.

Mikið eru þetta fallegar myndir.Góða nótt mágur minn,og líði þér vel.

Svar: Takk sömuleiðis mágkona og góða nótt.
Gudjon

2013-06-28 @ 23:34:57
Ásrún Ýr

Það er fallegt í Svíþjóð. Ég hlakka mikið til að upplifa landið seinnipart sumars.

Svar: Prufaðu það Ásrún Ýr. Ertu kannski að koma seinni partinn á þessu sumri? Skilaðu sömu góðu kveðjunni til hans Áslaugs afa þíns. Ég hitti hann þegar við vorum í Hrísey í byrjun júní. Kannski er hann alls ekki stálhraustur en mér fannst hann líta vel út.
Með bestu kveðju frá Guðjóni
Gudjon

2013-06-30 @ 20:43:57


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0