Að fá sér salíbunu

Við heimsóttum Valdísi í dag og við erum sammála um að hún er enn að hressast, annan daginn í röð, og það hefur ekki gerst lengi. Það er eiginlega ekki meira um það að segja, ekki síst vegna þess að ég er að hugsa um að taka næstum því bloggfrítt kvöld. Nú þarf að fara snemma að sofa hér þar sem það á að breyta klukkunni í nótt og þessi nótt verður því einum tíma styttri en að vanda lætur. Hins vegar er ég að hugsa um að birta nokkrar myndir af honum nafna mínum þar sem hann er í leiktækjum á hamborgarastað í Marieberg. Það var mikill kraftur í honum og ég varð næstum öfundsjúkur.
 
Hér hefst ákveðin ferð sem býður upp á talsverðan fjölbreytileika.
 
 
Hér er hægt að kíkja aðeins út fyrir borðstokkinn svo að afi sjái að allt er í lagi.
 
 
Og aftur svo að kallinn verði ekki áhyggjufullur.
 
 
Svo er að hlaupa eftir búnni sem hreyfist eins og öldugangur þegar gengið er eftir henni, öllu heldur hlaupið.
 
 
Svo fær maður þessa fínu salíbunu í lokin, og á fleygiferð, svo mikilli ferð að í fyrsta skiptið varð afi eiginlega hræddur. Og það var nú bara mest gaman. Svo byrjaði hann aftur eins og á fyrstu myndinni, ekki einu sinni eða tvisvar, heldur mjög oft og alltaf af jafn miklum krafti.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0