Föstudagur

Í gær töluðum við um að það yrði gott að vera heima á morgun eftir ferðir á heilsugæslur og sjúkrahús fjóra daga vikunnar og reyndar líka fótsnyrtingu í gær. En viti menn; í morgun vorum við boðin í síðdegiskaffi til Svanhvítar og Tryggva Þórs. Við fórum auðvitað og það var gott að hitta þessi ágætu hjón og tala um daginn og veginn. Takk fyrir samverustundina Svanhvít og Tryggvi.
 
Á sunnudaginn kemur þarf ég á fætur fyrir klukkann átta. Þá nefnilega hefst Vasagangan og ég ætla að sjá yfir 15000 manns leggja af stað í þessa 90 km löngu göngu. Það er tilkomumikið að sjá þennan órtúlega mannfjölda mjakast af stað, mjög tilkomumikið, og við erum búin að sjá marga myndbúta af því í dag og það var jafn áhrifamikið að sjá það í síðasta skiptið sem það fyrsta. Það eru búnar að vera margs konar keppnir þarna á Vasagöngusvæðinu alla vikuna. Það var um miðja vikuna sem fréttamaður stoppaði konu sem var búin að ganga fyrstu tíu kílómertana af þessum 90. Þegar viðtalinu við konuna lauk þakkaði fréttamaðurinn fyrir og óskaði konunni góðs gengis á þessum allra síðasta spotta leiðarinnar, það er að segja 80 km spottanum. Ætli þessi síðast spotti hafi ekki verið næstum því jafn langur og frá Vík og að Kirkjubæjarklaustri. En þetta voru aukaatriði. Ég ætla að horfa á SVT1 á sunnudagsmorguninn klukkan átta. Ég reyni að koma þessu á framfæri á hverju ári
 
 
 Þegar tölvurnar tóku yfir myndir almennings í staðinn fyrir pappírsmyndirnar urðu framköllunarfyrirtækin að finna sér ný viðfangsefni. Könnurnar okkar hér fyrir ofan eru jólagjöf frá Hannesi og fjölskyldu. Svona könnur höfum við fengið með ólíkum myndum um þrenn síðustu jól. Á myndunum þarna er Hannes að raða eldiviðarkuppum inn í skýli. Þegar hann sá aðra gera þetta tók hann sér kubb í hönd og komst að því að hann gæti staflað líka.
 
Það sést meira á þessari mynd. Það sér óljóst yfir morgunverðarborðið okkar og hafragrautarlellan mín er þarna á diski til vinstri. Það sér líka í eina rúsínu sem stendur upp úr frekar ósnotri hrúgunni. En ég skyldi ekki gera grín að grautnum því að hannn stendur alltaf fyrir sínu. Í morgun brytjaði ég fjórar aprikósur út í grautinn áður en ég sauð hann. Það var vissulega tilbreyting í þeirri uppskrift. Ef að er gáð sér líka í handleggina á Valdísi hinu megin við borðið.
 
Hér er svo hin hliðin á sömu könnum. Á annarri könnunni má sjá Hannes hjálpa mér við að undirbúa steypingu gólfplötunnar á Bjargi. Á hinni könnunni sést Hannes leika sér við ömmu sem þurfti á því að halda á síðastliðnu sumri. Þegar ég setti könnurnar á morgunverðarborðið núna einhvern morguninn nýlega, hugsaði ég sem svo að það væri kannski rétt að spara þær svolítið svo að þær entust lengur. En sannleikurinn er bara sá að það eg gaman að drekka fyrsta kaffi dagsins úr þessum könnum og geta um leið skoðað þessar fínu myndir. Þetta var ekki svo vitlaus hugmynd hjá ljósmyndafyrirtækinu. Þeir sem þar vinna fá verkefni og peninga en við sem kaupum fáum ánægjuna af að horfa á myndirnar með fyrsta kaffisopanum hvern einasta morgun. Það er ekki svo lítið. (Það vorum reyndar ekki við sem keyptum þessar könnur, við sem fengum þær gefins :)
 
Svo gerðum við nokkuð i dag sem við höfum ekki gert lengi. Sá sem getur sagt hvað er verið að gera á þessari mynd getur fengið að borða hjá okkur saltkjöt eftir hálfan mánuð. Já, við söltuðum rúmlega fjögur kíló af lambakjöti í dag og það höfum við ekki gert lengi. Það eru tvær ástæður fyrir því að við höfum ekki gert það lengi, og þær eru að við borðum of mikið af því meðan það er til, og í öðru lagi höfum við ekki gott af saltinu, jafnvel þó að við afvötnum mjög vel.
 
Þá eru engin frekari leyndarmál eftir að segja hér frá Sólvöllum þannig að það er kominn tími fyrir okkur ellilífeyrisþegana að hvílast. Við erum bæði þvæld og lúin eftir daginn, eftir vikuna væri nú réttara að segja þar sem dagurinn í dag var meira hvíldardagur og vera með góðum vinum. Hann leit líka inn hjá okkur í kvöld hann Lennart nágranni, sá góði, óeigingjarni og hjálpsami maður. Heimsókn slíkra manna getur bara haft gott eitt í för með sér. Valdís er búin að leggja frá sér bókina og slökkva ljósið sín megin. Nú bíða náðarinnar samfundir með Óla lokbrá.


Kommentarer
Auja

Æi hvað þetta er falleg lesning fyrir svefninn takk Guðjón

2013-03-01 @ 23:55:50
Björkin.

Gott að fá að fylgjast með ykkur mín kæru.Stórt knússssssssss.

2013-03-02 @ 21:51:44


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0