Einbúi á ný

 
Á járnbrautarstöðinni í Hallsberg rúmlega hálf fimm í dag. Góðir gestir eru á leið heim eftir tvo sólarhringa á Sólvöllum.
 
 
"Bíddu nú við, eru sæti 14 og 15 hérna megin? Nei, reyndar ekki, þau eru hinu megin." Hann er þriggja ára og sjö mánaða ungi maðurinn sem er þarna að leita að sætinu sínu með mömmu sinni. Ég var níu ára árið 1951 þegar ég fór með kaupfélagsbílnum á Klaustur til að byrja fyrstu vikuna í barnaskólanum á sláturhúsloftinu þar. Það var í fyrsta skipti sem ég kom til slíkrar stórborgar. Ég var örugglega ekki eins frjálslegur í háttum þá og ungi heimsmaðurinn á þessari mynd. Þegar þau voru búin að átta sig á að sætin væri hinu megin vinkaði hann til mín og svo hurfu þau inn ganginn til hægri. Ég beið eftir að lestin rynni af stað og svo hélt ég heim á leið.
 
 
Það var ýmislegt brasað um þessa helgi. Í þessum tveimur hólfum eru kartöflur. Það var ekki athafnamaðurinn í mér sem kom því til leiðar að setja niður nokkrar kartöflur. Það var fyrir tilstilli Rósu. Hún spurði í gær eða fyrradag hvort við ættum ekki að setja niður nokkrar kartöflur. Svo fórum við í gær og keyptum það nauðsynlegasta til þess að geta komið því í framkvæmd. Vonandi verður það til þess að það verður gerð smá garðhola næsta vor.
 
 
Hannes er mikill mömmustrákur og það gekk ekki aldeilis fljótt fyrir mig að ná honum sem leikfélaga.

 
En hann féll fyrir hjólbörunum. Honum þótti það góður ferðamáti og spekúleraði mikið og spjallaði. Þegar hann varð var við að maurarnir voru komnir upp í hjólbörurnar til hans fannst honum sem hart væri að sér vegið og þeir ættu betur heima á jörðu niðri. Ég varð svolítið undrandi líka þar sem ég stoppaði ekki á neinu maurasvæði, en þeir höfðu lag á því að komast upp í börurnar til hans eigi að síður.
 
Ég ætlaði að gera þetta að líflegu bloggi en netsambandið er lélegt á þessu kvöldi og allt gengur seigt og hálf ómögulega. Því ætla ég að taka mig út í góða veðrið þar sem skógardúfurnar kurra mikið núna og vera með þeim í því að vegsama þetta fallega kvöld. Svo blogga ég þegar netið verður samvinnuþýðara.


Kommentarer
Anonym

Fínar myndir Guðjón og sérstaklega þessi með hjólbörurnar og þú í þessum fína kavaj. Mæli með að hún verði send til NA. Läsarnas bilder.

Svar: Já NA, kannski það Svanhvít. Sem hjólbörustjóri með farþega verður maður að vera í kavaj.
Gudjon

2013-05-12 @ 20:25:28
Svanhvit

Gleymdi að skrifa nafnið mitt

2013-05-12 @ 20:26:38
Björkin.

Sé að margt hefur verið gert á Sólvöllum þessa helgi.Gróðursett og leikið við litla og sætasta manninn.Góða nótt mágur minn.

Svar: Góða nótt.
Gudjon

2013-05-12 @ 23:10:07


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0