Íslandsferð

Ég birti þetta fyrir nokkrum dögum síðan og geri það aftur nú.
 
Vilji fólk vita um ferðir okkar og framvindu mála þá er skipulagningin eftirfarandi:
 
Þann 1. júní förum við hér frá Svíþjóð áleiðis til Íslands með duftker Valdísar meðferðis.
 
Mánudaginn 3. júní klukkan 13 verður minningarathöfn um Valdísi í Dómkirkjunni í Reykjavík. Eftir það verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimili Fríkirkjunnar við Laufásveg.
 
Þann 8. júní klukkan 14 verður duftkerið jarðsett í Hríseyjarkirkjugarði og eftir það verður boðið upp á kaffi í Sæborg ásamt stuttum atriðum sem eru viðkomandi óskum Valdísar.
 
Að þessu loknu lýkur jarðneskri ferð konunnar frá Hrísey sem á efri árum tók í sig kjarkinn til að kanna ókunn lönd. Að því leyti til endar ferðin í Hrísey, í hríseyskri mold að hennar eigin ósk, og á þann hátt verður hún komin heim aftur. En andinn sem nú er frjáls frá höftum jarðlífsins heldur sínum ferðum og könnunum áfram. Þannig munum við minnast Valdísar, að hún hafi öðlast frelsi og hafi tekið stefnuna móti þeirri birtu sem fannst í orðum hennar og raddblæ síðasta kvöldið sem hún lifði.
 
Við frá Svíþjóð, ásamt Valgerði og fjölskyldu frá Vestmannaeyjum, verðum í Hrísey frá 7. til 13. júní.
 
Við frá Svíþjóð fljúgum svo heim sunnudaginn 16. júní.
 
 
*          *          *
 
 
 
 Snemmsumars á síðasta ári, Valdís fjórða frá vinstri. Útisöngur með Hafðu það gott kórnum.
 
 
 
Samvera um síðustu jól.


Kommentarer
Brynja

Góða ferð, ég sé þig þann 8. júní í Hrísey
kær kveðja
Brynja

2013-05-30 @ 10:35:58


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0