Síðasta myndin er best

Maður að nafni Ralph Waldo Trine var uppi í Illinois frá 1866 til 1958. Hann var heimspekingur, kennari og rithöfundur og hann hafði mikil áhrif á margt af sínu samferðafólki og hann seldi mikið magn bóka. Að hann hafði mikil áhrif á sitt samtíðafólk segir nokkuð um manninn reikna ég með. Hann sagði "Sönn fegurð verður að spretta, hana verður að rækta innanfrá". Það er ekkert nýtt að heyra það en það er mikilvægt að vera minntur oft á það.
 
 
Það er að vísu ekki þessi ræktun sem Ralph Waldo Trine talar um en það er spurning hvort ræktun og ræktun geta ekki haldið hönd í hönd. Ég hlakka mikið til næstu daga og vikna þar sem umhverfið sem við sjáum á myndinni er á leiðinni.
 
 
Það vantar eitt hús á þessa Sólvallamynd, hús sem var byggt eftir að myndin var tekin. Enn um sinn ætla ég mér að rækta innan frá á þessum stað, rækta báða hlutana, minn innri og umhverfi mitt.
 
Og nú kemur mynd dagsins þó að hún hafi verið tekin í fyrra.
 
 
Þessi ungi maður, hann nafni minn, ætlar að mæta á járnbrautarstöðina í Hallsberg klukkan tuttugu mínútur yfir sex í kvöld. Hann er að koma í heimsókn til afa með henni mömmu sinni. Það verður enginn svona fínn malarhaugur til að klífa hjá afa núna þar sem það er full byggt á Sólvöllum, en það verður nóg að fást við samt. Það er ræktun innan frá að horfa á það hvernig lífið ólgar hjá litla manninum á þessari mynd.


Kommentarer
Anonym

Fallegt að venju Guðjón minn, ég er að hugsa um að fá þessa fallegu tilvitnun lánaða:)

Svar: Það var gaman að þú vildir fá hana lánaða enda er hún ekki mín. Þessi tilvitnun gekk inn í hjartað og var góð að lesa þennan morgun. Gangi ykkur allt í haginn Brynja.
Gudjon

2013-05-10 @ 10:41:04
Björkin.

Fallegar myndir mágur minn.Gaman verður að fá fallega fólkið mitt í heimsókn.Knús á ykkur öll.PS.pRÓFAÐI HAFRAGRAUT MEÐ EPLUM Í MORGUN.Mjög góður. Takk fyrir uppskriftina.HAHAHH.

2013-05-10 @ 13:59:41


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0