Guðjón, hvenær ætlarðu að fjarlægja þessa hauga?

Ég bloggaði um Tryggva og Svanhvíti í gær. En ég var ekki búinn! Þegar ég kem heim að húsinu þeirra í Örebro er ég varla kominn á bílstæðið þegar ég tek eftir því að þar er allt einstaklega þrifalegt og í röð og reglu. Þannig er það alltaf og bæði úti og inni og þetta hefur mér verið ljóst lengi. Samt finnst mér sem þau hafi ekkert fyrir þessu. Er það mögulegt? Þetta bara verði einhvern veginn svona. Því hefur mér oft dottið í hug þegar þau koma á Sólvelli að þar sé ekki allt í röð og reglu en þnnig er það bara.
 
Þegar við tókum við Sólvöllum voru tveir all stórir haugar syðst á lóðinni. Þessir haugar höfðu greinilega byggst upp á löngum tíma og í þeim virtist vera alls konar illgresissamansafn, rætur, gras, grjót, aska, möl og bara allt mögulegt sem til fellur þegar fólk er að laga til hjá sér. fyrirenarar okkar hafa valið þá leið að safna því öllu í þessa tvo hauga og ekki fengist meira um það. Það hafa líka verið aðrar aðstæður hjá þeim, tel ég víst, en ég hef kerru og dráttarkrók á bílnum ef ég þarf að fjarlægja eitthvað og svo hef ég alveg burði til þess. Konan sem var hér ein á undan okkur Valdísi var orðin mun eldri og kannski veikburða. Ekki veit ég.
 
En haugarnir voru engin staðarprýði, ójafnir og ósláandi og voru þeir því vaxnir margra ára djúpri sinu. Fyrir nokkrum árum vorum við Tryggvi á rölti um lóðina og þá vék Tryggvi að mér spurningu um það hvenær ég ætlaði að fjarlægja haugana. Um leið og hann bar fram spurninguna skildi ég að þessir haugar voru kannski merki um hálfgerða leti og trassaskap þó að ég segði það ekki. Mín verkefni voru mörg á þeim árum og hafa verið framundir þetta. En einn góðan veðurdag fyrir einum sex árum þurfti ég uppfyllingarefni austan við húsið og þá byrjaði ég að flytja haugana burtu. Svo þegar ég var byrjaður varð þetta að köllun þangað til það var búið.
 
Hvort þetta voru frekar 60 hjólbörur eða 120 hef ég ekki hugmynd um í dag. Ég veit hins vegar að þegar ég byrja á einhverju svona verður þolinmæði míðin takmarkalaus. Ég hefði getað fengið hann Mikka á Suðurbæ til að gera þetta með stóru dráttarvélinni sinni en þá hefði ég þíka þurft að jafna og sá í mikið af sárum sem þetta gríðarlega tæki hefði orsakað. Nei, hjólbörurnar og þolinmæðin er oft minn háttur. Mér finnst sú aðferð oft vera einkenni fyrir nægjusemi og dyggð, alla vega hér á Sólvöllum. Gamaldags? Nei, getur varla verið. :-)
 
Það varð mikil staðarprýði að losna við haugana og að sama skapi var það ánægjulegt. Í upphafi datt mér í hug að slá þá með motororfi og gera þá snyrtilegri. Það var léleg hugmynd. Nú er ég himinlifandi vegna framtaksins. Tryggvi! þú áttir þar hlut að máli.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0