Munn- og fótmálarar

Valdís var áskrifandi að jólakortum hjá Félagi munn- og fótmálara og jólakortin fékk hún á haustin. Í dag kom jólakortaumslagið frá þeim, vel í tíma eins og venjulega, og á Valdísar nafni. Þar er nokkuð sem ég þarf að breyta. Ég vil ekki hætta að fá þessi kort en það er nú best að framvegis komi þau á mínu nafni. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki sem getur gert svo ótrúlega hluti með munni, fótum eða bara einum fæti.
 
Kortunum fylgir alltaf bréf og gíróseðill en það er engin upphæð á gíróseðlinum. Það segir hins vegar í bréfinu að kortin kosti 99 sænskar krónur, en við höfum alltaf sett hærri upphæð á gíróseðilinn. Út á það hefur Valdís stundum fengið aukasendingu af einhverju forvitnilegu frá þessu fólki. Konan þarna á myndinni er Lena Maria Klingvall sem fæddist handa og handleggjalaus og aðeins með annan fótinn í lagi. Hinn er mjög stuttur. Lena Maria skrifaði þetta bréf með fætinum. Beinar og jafnar eru línurnar og fallegt form á stöfunum og ekki er fýlusvipur á andlitinu þrátt fyrir fötlunina. Hún hefur margsinnis keppt í sundi fatlaðra og hún hefur einnig haldið mjög marga tónleika í Japan. Hún kemur líka oft fram í sænskum tónlistar- og söngþáttum.
 
Þegar ég opnaði bréfið með ótrúlega fallegu jólakortunum í dag ákvað ég að segja eitthvað um þetta duglega fólk. Ég veit að ég hef gert þetta áður en mér fannst ekki skaða að gera það aftur. Hér með er ég búinn að því.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0