Geta afar gengið í barndóm?

Ég er búinn að rembast eins og rjúpan við staurinn með verkefnin mín hér heima. Það hefur gengið ágætlega en ekki eins hratt og ég vonaði einu sinni. En  það er lang best vita ekki hvað hlutirnir taka langan tíma. Ef ég vissi það alltaf fyrirfram er hæpið að ég mundi byrja á öllu sem ég byrja á. En hvernig sem því viðvíkur klárast þau að lokum ef ég byrja. Það sem ég er að gera núna er kannski dálítið snobbað en ég tel mig geta látið það eftir mér þar sem ég geri svo mikið sjálfur. Við næstu áfangaskipti ætla ég að birta mynd af öllu saman ef einhver skildi vilja sjá við hvað ég dunda mér þessa dagana.
 
En verður er verkamaðurinn launa sinna og því ætla ég í ferðalag á morgun. Ég ætla hvorki meira né minna en að heimsækja Hannes Guðjón og fjölskyldu við Celsiusgötuna í Stokkhólmi. Hann nefnilega varð fjögurra ára þarna um daginn en ég kom ekki til hans þá. Á morgun og sunnudaginn verð ég í sumarfríi og ætla að mæta í síðbúið afmæli. Það má nú ekki minna vera en að ég taki sumarfrísdag til að sinna þessu. :)
 
Þegar Hannes Guðjón vaknaði í gærmorgun hafði hann spurt hvort afi væri kominn. Það er gott að vita að barnabarnið hefur þennan áhuga á afa sínum. Úti í bíl er hvítur plastpoki með býsna nýstárlegri afmælisgjöf til hans. Það er spurning hvor þeirra muni hafa meira gaman að þeirri gjöf, afinn eða barnabarnið. Kannski það birtist mynd af okkur við leik á morgun þar sem ég er genginn í barndóm.
 
Eiginlega ætlaði ég ekkert að blogga í kvöld. Ég ætlaði bara að fara í ferðasturtuna og fara svo að sofa. En mér fannst ég ekkert of góður til að láta aðeins vita af mér. Svo finn ég núna að Óli er kominnn með handfylli af sandi og hann er byrjaður að salla honum í augu mín. Það er því best að ég drífi mig í sturtuna og gnagi svo til fundar við Óla. Það fer best á því þar sem ég er orðinn vinnulúinn. Við heyrumst í næstu viku.


Kommentarer
björkin

Gott er alltaf að fá fréttir af þér mágur minn.Góða skemmtun í stórborginni og góðar kveðjur á litlu fjölskylduna.

Svar: Þakka þér fyrir og þau eru búin að fá kveðjuna.
Gudjon

2013-09-14 @ 14:04:28


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0