Mikið hollur og góður matur

Ég var búinn að hlakka til að borða kvöldmatinn frá því að ég ákvað í dag hvað ég ætlaði að borða. Ég hlakkaði líka til að borða hann í fyrradag, en þá ætlaði ég að borða á Brändåsen. Þegar ég kom þangað var búið að borða upp matinn sem ég ætlaði að borða. Það er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta skeður. Í fyrrdag var steikt smásíld þar og ég ætlaði einfaldlega að sjá hvernig smásíldin væri steikt þar. Ég verð að fara mikið fyrr á Brändåsen annað kvöld því að þá er eftirfarandi í matinn: "Citrusmarinerad havsgös med pestocreme." Hvað er nú þetta!? kann einhver að spyrja. En satt best að segja get ég bara spurt þess sama því að ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Orðabókin mín segir að gös sé vatnafiskur og það segir lítið. Havsgös hlýtur þá að vera fiskur sem lifir í sjó. Það verður forvitnilegt að sjá hvað þetta er og hvort þetta er góður kostur fyrir þann sem hænist að fiskmeti. Eflaust er ég búinn að heyra talað um gös en ég hef bara ekki velt því neitt fyrir mér enda eðlilegast að álíta það vera venjulega bleikju.
 
Á þessari mynd gefur að sjá það sem ég ákvað um miðjan dag að ég skyldi hafa í kvöldmatinn í kvöld. Fiskurinn er smásíld og ég dæmdi sem svo að með steiktri smásíld passaði að hafa rauðlauk. Paprika hlaut líka að passa með honum. Bæði voru ríflega af miðlungsstærð. Mér finnst svo sem brokkóli ekkert gott en menn segja að það sé tvímælalaust svo hollt að ég borða af skyldurækni. Svo er það ágætt þegar máltíðin er hafin. Potturinn virðist skítugur á botninum en svo er alls ekki. Ég veit ekkert hvað myndavélin sá þarna.
 
Þarna er matargerðin komin einu stigi lengra. Mér finnst alltaf þessi blanda, laukur og paprika, líta svo girnilega út þegar búið er að brytja niður og gera tilbúið á pönnuna. Á þessu stigi var brokkólíið þegar tilbúið.
 
Tilbúið að borða. Hver mundi "ekki" vilja borða þetta með mér ef ég byði upp á það? Nú veit ég það sem þið vitið ekki. Í dag er ég búinn að liggja í sandi og vegamöl meðfram tveimur húsveggjum hér heima og meira og minna með höfuðið inn undir húsinu. Þetta hefur ekki verið neinn leikur hjá mér, heldur nauðsynleg vinna framkvæmd af mikilli samviskusemi. Ég fór í drulluskítug vinnuföt í morgun og ennþá skítugri voru þau í kvöld. Svo þegar ég var búinn að þvo mér og fara í hrein föt, matreiða þetta og svo sestur við matarborðið, þá voru andstæðurnar minnst sagt rosalega miklar. Þetta gerði matinn ennþá betri en ella. Ég er ánægður með að takast að bjarga mér sjálfur.
 
Nú ætla ég að birta þetta, hita síðan engiferrótarte og þegar ég hef drukkið það ætla ég að ganga til fundar við Óla Lokbrá. Í gærkvöldi var ég á AA fundi, borgaði reikningana, gekk frá ýmsum pappírum, skrifaðist aðeins á við fólk á netinu og leit svo á klukkuna. Þá var hún að ganga eitt og ég var ekki tilbúinn í rúmið fyrr en um eitt leytið. Svoleiðis bara gerir ekki góður AA maður og því ætla ég að vera betri AA maður í kvöld.


Kommentarer
björkin

Gyrnilegt hjá þér mágur minn.

Svar: Já, og góður var kjúklingurinn sem ég steikti í kvöld.
Gudjon

2013-09-29 @ 22:25:51


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0