Ég er svolítið undrandi

Ingvar var kórfélagi Valdísar. Hann er náttúrufræðingur að mennt og vann lengi hjá sýslunefndinni í Örebroléni á vatnasviði. Hann er aðeins yngri en ég og nú er hann ellilífeyrisegi. Hann er giftur Lenu sem kann ótrúlega fallegar sögur. Ásamt systkinum sínum á hann jörð og húsakost foreldra sinna upp í Dölum, nærri Siljan. Þar höfum við Valdís gist fáeinar nætur í tvö skipti. Ingvar er höfuðið yfir þessari eign og verður alltaf að vera driffjörin í öllu sem er gert þar. Þess vegna bað ég hann að koma með mér á Sólvelli áður en við keyptum.
 
Hafðu þá með nesti, sagði Ingvar, og stóla handa okkur. Ég gerði svo og svo fórum við á Sólvelli og drukkum heitt kaffi og borðuðum smurt brauð framan við húsið í all nokkrum snjó og frosti. Ingvar hélt því fram að ef manni liði vel með nestið sitt á nýjum stað, þá væri staðurinn góður. Og svo fór, okkur leið vel úti í vetrarveðráttunni með nestið enda keyptum við Valdís Sólvelli. Það eru tíu ár síðan.
 
Um vorið kom Ingvar aftur og vildi nú skoða sig um þegar allt var orðið snjólaust og grænt. Það er skurður bakvið Sólvelli eins og þeir kannast við sem hér hafa verið. Þennan skurð skyldi ég hreinsa á hverju ári ráðlagði Ingvar. Ég hefði ekki gert það allra fyrstu árun ef hann hefði ekki sagt þetta. En smám saman hefði ég áttað mig á því. Skurðurinn hefði orðið fljótur að fyllast af jarðvegi í öllu því lauffalli sem hér er. Síðar var frárennslið frá klóakhreinsiverkinu leitt í skurðinn þannig að það varð mjög mikilvægt að halda honum hreinum.
 
Í dag var þessi hreinsidagur hjá mér. Hin árlega frárennslisveisla er afstaðin. Þó að klóakið sé búið að fara í gegnum talsverðan útbúnað áður en það lendir í skurðinum er það snú samt klóak í huganum. Botninn í skurðinum liggur í vatni, er linur og gróður sækir mjög í hann. Þetta er engin veisla þó að ég orði það svona og ég er alltaf afar feginn þegar ég hef lokið þessu.
 
Það eru tíu ár síðan ég hreinsaði skurðinn fyrsta skipti. Á ákveðnum stað liggja stórir steinar að skurðinum báðu megin frá og þar á milli eru bara 25 til 30 sentimetrar og skurðurinn er kannski 70 sentimetra djúpur þar. Í botninum þar á milli hafa verið fastir hnullungar sem ég hef ekki vitað stærðina á og ég hef hreinlega ekki lagt í að taka þá. Svo veit ég ekki hvað skeði með mig í dag því að án eiginlega nokkurrar umhugsunar sótti ég bæði járnkallinn og hakann. Svo réðist ég á steinana og það kom fljótlega í ljós að það var hægt að bifa þeim.
 
Ég nuddaði þeim til úr öllum áttum, æði lengi, og smám saman kom þetta kraftmikla soghljóð þegar þeir byrjuðu að lyftast frá botni. Ég hafði ekki lyst á að taka þá með höndunum en náði með herkjum og titrandi örmum að lyfta þeim upp með malarskóflunni minni. Nú er skurðurinn betri en nokkru sinni fyrr og ég virðist vera í bera standi en nokkru sinni fyrr. Ég hef því eitthvað að gleðjast yfir í dag sem og flesta aðra daga.
 
Mér datt bara í hug að ykkur liði betur að vita þetta :) . Sjálfur er ég svolítið undrandi.
 
 
Eftir matinn setti ég á könnuna og sótti svo póstinn. Ég fékk svolítið skemmtilegan póst en það er of langt mál að segja frá því. En á leiðinni til baka frá póstkassanum horfði ég heim á Sólvelli og minntist þess sem mikils metinn maður og nágranni sagði við mig í gær þegar hann stoppaði hér á gönguferð sinni. "Þetta er alveg ótrúlega fallegur staður orðið og náttúran alveg frábær" varð honum að orði, mér sannarlega til ánægju. Og á leiðinni heim með póstinn í hendinni hugsaði ég að ég væri orðinn heimablindur. Hefði ég verið þarna að koma að Sólvönllum í fyrsta skipti, eins og Sólvellir eru í dag, og vitandi að ég væri að verða eigandi að þessum stað, þá hefði ég sennilegsa smá sturlast af gleði.
 
Þetta var meiri háttar upplifun og nú er kaffi


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0