Dagný

Dagný er gamalt sænskt sönglag, vinsælt og er gjarnan sungið í fjöldasöng. En svo er önnur sænsk Dagný og það er kona sem verður 102 ára í ár.
 
Það hvarflaði ekki að mér að blogga í kvöld en ég fór inn á bloggið til að taka til. Það er að segja að ég fór inn á það sem heitir uppkast og ætlaði að henda nokkrum síðum sem ég veit að ég kem ekki til með að nota. Þá rakst ég á uppkast um hana Dagnýju og þar sem mér finnst hún mjög merkileg kona, þá ákvað ég að nota þetta uppkast, fara yfir það og birta það.
 
Svona lítur Dagný Carlsson út um þessar mundir.
 
Dag einn í byrjun mánaðarins horfði ég ekki einu sinni á fréttir en opnaði sjónvarpið tvisvar sinnum til að líta á textavarpið. Þegar ég var búinn að borða morgunverðinn þennan dag álpaðist ég til að opna sjónvarpið og ætlaði að sjá veðurspána á textavarpinu, en þá stóð yfir þátturinn "Spyrja lækninn" sem er þáttur þar sem vinna saman stjórnandi og læknir. Þær fá bréf sem þær svara og fólk fær jafnvel að hringja og svo er oft talaði við fólk sem hefur eitthvað að segja.
 
Þennan morgun var talað við hana Dagnýju. Hún hitti seinni manninn sinn þegar ég var tíu ára og hann lést árið 2002. Þá fór Dagnýju að finnast sem hún hefði of lítið fyrir stafni og hún kom í heimsókn til systur sinnar sem er mun yngri. Sú sat við tölvuna sína og þegar Dagný sagði að hún ætti líklega að fá sér tölvu líka, þá sagði unga systirin að hún væri nú allt of gömul til þess. En Dagný fékk sér tölvu og lærði á hana árið sem hún varð 93 ára.
 
Seinna, það er að segja í fyrra þegar Dagný var 101 árs gömul, söfnuðust saman ellilífeyrisþegar sem ætluðu að fara að læra á tölvu. En allt í einu var það ljóst að kennarinn hafði brugðist. Þá sagði einhver stjórnandi þessu tengdur; en Dagný, getur hún ekki kennt ykkur? Ne-hei! var svarið. Hún er allt of gömul. En svo kenndi Dagný hópnum á tölvu þrátt fyrir aldurinn. Það var margt fleira merkilegt sem hún hafði að segja. Hress var hún með afbrigðum og vílaði ekkert fyrir sér. Hún lét eymdina ekki ná tökum á sér.
 
Dagný bloggar og er jafnvel sögð elsti bloggari í heimi.
 
Þetta um svipað leyti og ég sá fréttina um Bússa og Hallveigu sem voru 92 og 94 ára og opnuðu trúlofun sína fyrir stuttu síðan.
 
 
 
Ég kom heim frá Vornesi á þriðja tímanum í dag. Ég hefði átt að fara í gönguferð þó að það sé leir á veginum kringum Sólvelli. En í stað þess álpaðist ég til að fara að sjóða sultu úr persimónum og mandarínum. Síðan var það bara matargerð og vissulega var maturinn mjög hollur og góður. Nú sit ég hérna og er búinn að bursta og pissa og þarf að fara að leggja mig. Síðan fer ég í vinnu aftur á morgun til að vinna næstu nótt.
 
Það er í lagi með vinnuna ef ég geri vissa hluti rétt. Hefði ég farið út að ganga eða gera eitthvað annað úti við hefði ég gert rétt. Þá hefði ég unnið að því að fá góða elli. Ef ég verð gamall verð ég ekki eins lifandi og hún Dagý nema ég geri marga hluti rétt. Ég gæti til dæmis ákveðið að ég fái alls ekki að nota persimónusultu ofan á ost eða út í vanilluís nema að ég geri marga hluti rétt fyrst. Spyrjið mig í vor hvernig mér hafi gengið að lifa í samræmi við það.
 
Eftir vinnuna næsta sólarhring er engin vinna á dagskrá í nokkrar vikur. Á þeim tíma verður hægt að gera margt þarft og skemmtilegt á Sólvöllum.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0