Þegar liljurnar og sóleyjarnar byrja að vaxa inn í slóðina

Fyrir nokkru átti ég símtal við konu sem hefur fengið það að veganesti frá örlögunum að fá að takast á við mikið af því sem fólk vill komast undan að takast á við, miklar sorgir og erfiðleika. Liljunum og sóleyjunum hefur ekki alltaf verið stráð í slóðina hennar.  Nú sagðist hún vera orðin svo meir, hún táraðist út af svo mörgu þegar minnst varði. Þegar hún sagði þetta þekkti ég sjálfan mig í því að vera einmitt orðinn meirari en forðum tíð.
 
Tilfinningaskalinn hefur orðið breiðari og þegar þessar tilfinningar eru gengnar í garð hafa þær líka orðið sterkari í hina áttina, það er að segja að það verður auðveldara að gleðjast, að vera þakklátur, að byrja að meta hið smáa að verðleikum og fleira og fleira verður sem dýrmætur skattur sem áður var ekki svo mikils virði. Þá fara liljurnar og sóleyjarnar að vaxa inn í götuna og ekki bara það, við förum líka að taka eftir þeim.
 
Talandi um auðmýkt inn á meðferðarheimili er gott að nota lýsinguna á því hvernig axið lifir af storminn í lengstu lög. Það beygir sig undan vindinum og tekst þannig að lifa af storma lífsins. Öðrum kosti mundi það brotna og deyja. Þannig er það líka með auðmýktina að þegar lítill maður verður reiðubúinn að taka ofan hattinn og lúta höfði, þá verður það mesta mikið auðveldara, þá verður auðveldara að lifa af.
 
Ég las ágrip úr grein eftir Séra Hildi Eir bolladóttur hérna um daginn og þá datt mér í hug þetta með axið og setti það sem minnispunkt inn á bloggið. Niðurlagsorð greinarinnar eru þessi: „Að koma fram í veikleika mínum skiptir mig miklu máli. Fólki finnst auðveldara að koma fram og segja frá ef það upplifir að þarna sé manneskja sem er ekki lýtalaus í sínu lífi og þannig fær fólk greiðari aðgang að manni.“
 
Ég hef reynt að lifa og vinna eftir þessu í tuttugu ár og það er skilyrðið fyrir að ég geti unnið vinnuna mína af auðmýkt og sannleika. Fyrst ég enn í dag lifi við þokkalega heilsu og get enn tekist á við vinnuna mína, þá hlýtur mér að hafa tekist nokkuð vel. Það er líklega þess vegna sem ég varð einu sinni enn hrærður við að lesa ágripin úr grein Séra Hildar Eir. Ef ég hefði reynt í tuttugu ár að vinna vinnuna mína sem styrkleikans maður, þá hefði ég fengið að gjalda fyrir það. Eiginleikar axins eru mildir og lífgefandi.
 
Það er enginn löstur að vera svona, að klökkna vegna þess fagra, að fella tár vegna saknaðar. Ég þori að segja að það telst til styrkleika og lífsgæða.


Kommentarer
Áslaug Hildur Harðardóttir.

Eftir því sem ég eldist verð ég meirari og meirari. Kannski erum við bara að komast að því að það að fella tár og klökkna er ekki veikleikamerki heldur batnandi manni er best að lifa.

Svar: Ég samþykki!
Gudjon

2014-02-09 @ 21:47:40


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0