Þolinmæðin þrautir vinnur allar

Það er gamalt þetta máltæki, þolinmæðin þrautir vinnur allar, og getur við einstaka tilfelli, alla vega hvað mig áhrærir, látið dálítið kjánalega. En sannleikurinn er sá að það liggur svo mikið í þessu og í raun er það líka í samræmi við það sem við tölum um í Vornesi; farðu þér hægt, eitt í einu, gerðu það einfalt, og svo framvegis.
 
Ég hef þurft á þolinmæðinni að halda undanfrið. Ég er búinn að skemma af vangá eða bara hreinum klaufaskap, ég er búinn að mæla vitlaust og það mun sjást um ókomin ár (að vísu hægt að laga), mér hefur gengið allt mjög hægt og ég hef ekki fundið í verslunum það sem ég hef leitað að.
 
Í morgun hrundi í fyrsta skipti á þessum vetri af húsþakinu og einmitt þá var ég að borða minn sígilda hafragraut. Fyrst fannst mér þetta vera eins og fjarlægar drunur, eins og þegar það var að koma jarðskjálfti í Hrísey, en á svo sem sekúndu áttaði ég mig á því hvað það var. Svo varð allt svo rólegt og undurhljótt. Eitthvað svipað skeði með sjálfan mig. Ég borðaði hafragrautinn og fékk mér kaffisopa. Síðan var það svo sjðálfsagður hlutur að ég væri að fsra út á bjarg til að gera góða hluti þennan dag. Allt gekk svo undur vel og fór svo hljótt fram.
 
Ég einangraði einn tveggja og hálfs metrers breiðan vegg sem var fullur af rafmagnsrörum, frárennslisrörum, rafmagnstöflu og lúgum. Það var eins og einangrunin leitaði á sína staði, milli röra, bakvið rör, meðfram listum og lúgum, bakvið töflu og bara hvert sem hún átti að fara. Þetta er innveggur sem ég einangra næstum því eins og útvegg. Krossviðarplöturnar voru liprar á hendi, auðvelt að taka göt fyrir rafmagnstöflu lúgum og rafmagnsdósunum. Stingsögin rann eins og sjálfkrafa eftir strikunum og svo gekk ennþá betur með gipsónettplöturnar sem koma yfir krossviðarplöturnar.
 
Svo vantaði fleiri rafmagnsdósir og ég fór í K-rauta í Marieberg til að sækja þær. Það ákvað ég þegar í morgun því að ég ætlaði að skoða fleira þar. Ég leit á þetta fleira sem ég er búinn að leita að í þremur ferðum undanfarið og ekki fundið. Þarna blasti það við mér og það var bara að velja um hvort ég vildi borga 1000 kr eða 3000 kr. Ég veit að það er til þarna og tek það þegar ég fer að setja það upp. Ég á þarna við spegil yfir handlaug með ljósi og innstungu. Jahérnanahér.
 
Svo fór ég heim með rafmagnsdósirnar og allt féll á sinn stað. Í dag er ég búinn að gera meira en á þremur eða fjórum síðustu dögum. Ég þurfti á því að halda því að á miðvikudaginn kemur pípari. Þá tek ég niður plöturnar sem ég sneið til og setti upp í dag. Svo þegar píparinn er búinn með sitt í veggnum fer hann í annað verk meðan ég set plöturnar upp aftur. Allt þaulhugsað.
 
Maður sem ég leitaði til í K-rauta var á þeim aldri að hann hefði getað verið sonur minn, á aldri milli Rósu og Valgerðar. Ég bar upp spurningu og hann vildi svara. Hann leitaði í tölvu og meðan hann var að því hringdu tveir símar viðstöðulaust til skiptis, sitt hvoru megin við hann. Hann gaf sig ekki og svo kom svarið. Síðan gengum við að einum speglanna sem ég hafði loksins fundið og sem alltaf höfðu verið þarna. Ég vil nefnilega ekki hafa skáp sagði ég, ég vil bara hafa spegil því að annars þarf handlaugin að vera breiðari. Já, veistu, sagði hann, ég reif niður skápinn á baðinu heima og setti einfaldan spegil, einmitt út af þessu. Ég raka alltaf hausinn í spegilinn.
 
Og svo skiptumst við aðeins á skoðunum um baðinnréttingar. Svo sagðist ég ekki skyldi trufla hann lengur og kvaddi. Hann klappaði mér á öxlina og óskaði mér góðs gengis og velkominn aftur þegar ég kæmi til að taka spegilinn. Eftir nokkur skref leit hann við og vinkaði. Þarna var ég orðinn svolítið hissa á allri breytingunni. Var það kannski vegna þess að snjórinn var farinn að falla af þakinu? Eða vegna þess að það lá vel á manni í K-rauta? Nei aldeilis ekki. Ég vissi að öll þessi breyting var vegna breytts ástands innra með mér. Ég hafði gegnum allt saman sýnt af mér nokkuð góða þolinmæði síðustu dagana. Annars hefði allt farið í ennþá verra.
 
Svona leit það út hjá Sólvallamér um miðjan dag. Ég var eiginlega farinn að sætta mig svo vel við veturinn. Varla er hann búinn!


Kommentarer
Björkin

Mikið er vetrarlegt hjá þér mágur minn.Hér er búið að vera mikið rok síðan við komum,en er að lagast núna.Þjálfun að byrja á fullu,og miklir strengir.Kærar kveðjur frá Heilsubælinu.

Svar: Og kveðjur til baka. Nú er hálfgert vorveður en þó snjór yfir öllu.
Gudjon

2014-02-05 @ 14:12:44


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0