Sóeyjarnar vaxa, sunnan við garð

Sóleyjarnar vaxa, sunnan við garð. Stendur það ekki svona í ljóðinu? mig minnir það alla vega.
 
Í morgun vaknaði ég eftir svefn í níu og hálfan tíma, en það er svefninn sem ég þarf eftir að hafa unnið kvöld og nótt. Svo gekk ég röskum skrefum undir sturtuna og síðan með hafragrautarpottinn á helluna. Meðan ég borðaði grautinn kveikti ég á sjónvarpinu til að sjá veðurspána á textavarpinu. En þá var einmitt í undirbúningi að flytja nýjustu veðurspá og þá hafði fréttamaðurinn orð á því að við austurströndina eða á eyju við austurströndina hefði ein sóley þegar fundist sem brosti móti komandi vori. Mér fannst það óþarflega snemmt. Svo kom veðurfræðingurinn á skjáinn og talaði um vorveður.
 
Stuttu síðar var ég á leið í vinnu til að vinna enn eina nótt. Sólin skein frá hálfskýjuðum himni og viti menn; það var vorlegt. Svo hélt áfram að vera vorlegt alla leið í vinnuna og þegar ég steig út úr bílnum þar hélt þessi tilfinning áfram.
 
Ég veit að það er allt of snemmt ef satt reynist en ég get heldur ekki neitað því að þessi vortilfinning var undur góð. Vetrarhörkurnar hafa verið víðs fjarri en hins vegar hefur veturinn verið dimmur. Á móti því finnst mér sem skammdegismyrkrið hafi ekki verið svo svart í huga mér. En hver veit hvernig það var í raun og veru.
 
Á leiðinni út að bílnum í morgun horfði ég á lélegt lítið tré sem ég þarf að skipta út á móti sterklegu og hraustu tré. Á leiðinni í vinnuna komu nokkur svona verkefni upp í huga mér. Ég er ekki frá því að ég komi til með að skipta trénu út í vikulokin. Ég þarf líka að fara út í skóg með runnaklippur og snyrta til litlar eikur. Það eru góðir tímar í vændum og ég ætla að lifa mig inn í þennan tíma.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0