Ég missti mig dálítið í dag

Í morgun hitti ég fólk sem spurði mig hvað ég væri að sýsla. Ég sagðist ætla að skreppa í Bauhaus til að kaupa sturtuhurðir og svolítið af efni til að vinna úr á Bjargi. Já heyrðu, var mér sagt, ég sá í morgun auglýsinu um að svona hurðir eru á útsölu fyrir 900 krónur. Ja hérna, já, áhugavert. En ég ætlaði samt að kaupa hurðir sem voru 4000 krónum dýrari. Já segirðu, var mér svarað til baka og kannski ekki laust við undrunartón. Já, ég sagðist hafa unnið óvænta nótt um daginn og þar hefði ég fengið fyrir þessum mismun, eða svo gott sem. Þetta er annað valið sem ég geri frá því um áramót, að það sem ég hef fengið borgað fyrir að vinna óvænta nótt fer til að kaupa vandaðri hluti í nýja baðherbergið.
 
Svo sögðust þau vera að fara í rútuferð til Ungverjalands fyrir vorið. Ég gladdist með þeim yfir því. Ég valdi að kaupa dýrari sturtuhurðir og þau völdu að fara til Ungverjalands. Ég hlakka til að fylgja fyrsta gestinum þangað út, eða gestunum, sýna herbergið og inn á baðið, sýna skúffuna með handklæðunum, skúffuna fyrir það sem er í töskunni og skápinn með herðatré fyrir fötin. Byggingarnar á Sólvöllum eru góðar, ekki stórbrotnar en mjög þokkalegar. Ég  vil hafa baðið snyrtilegt.
 
Svo hélt ég áfram heim til Lennarts sem ætlaði með mér að sækja hurðirnar og efnið. Meðan við biðum eftir lyftaramanni í Bauhaus sýndi hann mér baðkar með hátæknilegum dælubúnaði, nokkrum nuddstútum og mjúkum línum, baðkar sem kemur í horn. Sonur hans er með þannig baðkar. Baðherbergið á Bjargi mundi alls ekki rúma svona baðkar eitt saman, hvað þá handlaugina og klósettið. En baðherbergið á Bjargi verður mjög snyrtilegt. Ég er viss um að einhvern tíma fer ég sjálfur þangað út til að gista. Þá læt ég mig dreyma um að ég sé í orlofshúsi í fjarlægu héraði. Svo fer ég í sturtu og sæki mér svo handklæði í nýju handklæðaskúffuna. Svo hef ég kannski með mér gosdrykk og konfektmola.

Ég missti mig dálítið í dag. Þegar við Lennart vorum búnir að bera inn það sem ég keypti í Bauhaus útbjó ég mat fyrir hádegis og kvöldmat. Þegar ég var búinn að borða hádegismatinn bakaði ég pönnukökur. Svo settist ég við matrborðið með kaffi og þrjár pönnukökur. Svo fannst mér það of lítið þannig að ég fór að eldhúsbekknum og fékk mér eina til. Svo fékk ég mér eina til þangað pönnukökurnar voru orðnar sex. Ég hefði hlest viljað skrifa þetta með mjög litlum bókstöfum en ég kann það ekki. En ekki nóg með það. Ég fékk mér líka þrjár pönnukökur eftir kvöldmatnum. Ég er búinn að detta "íða" í dag. Ég geri þetta ekki oft enda yrði ég þá að kaupa mér stærri baðvigt.
 
Ég er eiginlega harð ánægður með daginn. Ég er ekki búinn að gera mikið en ég er búinn að gera nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera í dag. Á morgun ætla ég svo að eiga með sjálfum mér langan morgunverð og svo ætla ég að horfa á sjónvarpsmessuna. Ég er orðnn svo meir að ég er hálf vælandi við að horfa á sjónvarpsmessurnar, það er að segja þegar mér finnst þær gefa eitthvað. En ég verð bara að búa við það og trúa að þá hefi messurnar gefið mér eitthvað fyrst þær hræra svona í tilfinningalífinu.
 
En nú ætla ég að hætta þessu hjali mínu og taka bókina sem ég er að lesa og halda áfram að kynna mér múslimska menningu og heimilishætti. Í landi karlmanna er fyrir mig öðruvísi bók. Frammi í stofu bíður svo önnur bók sem lýsir sama heimi en þó í öðru landi. Hún heitir Þúsund bjartar sólir og ég er búinn að þjóflesa svolítið í henni og hún er forvitnileg. Nú birti ég þetta og læt svo fara vel um mig með bók í hönd. Það er gott að lesa í sveitakyrrðinni.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0