Sólvllaleyndarmálið

Nokkru fyrir jól var ég í verslun og sá þar súkkulaði á tækifærisverði. Ég borgaði fyrir eina blokk og fékk þrjár. Hannes og fjölskylda voru væntanleg nokkrum dögum seinna þannig að ég sló til. Svo vildu þau ekki svo mikið sem smakka á þessu súkkulaði. Svo gleymdi ég því í búrskápnum.
 
Stuttu fyrir jól fékk ég eitt kíló af konfekti frá vini á Íslandi. Ég notaði það til að gefa með kaffinu þegar einhver leit inn. Konfektið var gott og bragðaðist öðruvísi en það sænska. Að öðru leyti fór ég með það til Stokkhólms og við smökkuðum öðru hvoru á því þá fjóra daga sem ég var þar fyrir jól. Um þriðjunginn af þessi kílói hafði ég svo með mér heim aftur.
 
Hann Guðbjörn frá Varberg kom til Örebro með íslenskar vörur stuttu fyrir jól. Í pöntun minni voru meðal annars tveir pokar af súkkulaðirúsínum og tvær blokkir af suðusúkkulaði. Þetta hafði ég með til Stokkhólms líka en það var ekki snert og kom heim aftur. Nú var mikið magn í búrskápnum sem bragðaði af súkkulaði.
 
Nú kemur að hluta leyndarmálsins. Það er músagangur á Sólvöllum. Allt í búrskápnum sem hefur bragð af súkkulaði er horfið nema suðusúkkulaðið. Ef suðusúkkulaðið fer líka að hverfa set ég músagildrur í búrskápinn og þá fá sökudólgarnir að finna fyrir því. Ef músagildra smellur á fingurgóma er það býsna sárt. Svo sárt að það er eins víst að suðusúkkulaðiblokkirnar verði ekki opnaðar.
 
Þar með verður búrskápurinn kominn í verndarflokk eins og Þjórsárver. Munurinn verður bara sá að það má ekki taka búrskápinn úr verndarflokki fyrr en það verður gestakoma á Sólvöllum sem réttlætir að það verði búið til ekta súkkulaði til að hafa með rjómapönnukökum.
 
Það er einkennilegt hvað súkkulaðibragðið getur gert mýs veikar fyrir. Jafnvel einstaka ellilífeyrisþega líka -ef hann byrjar að smakka á því. Það er hinn hluti leyndarmálsins.
 
Það er ekkert smá magn sem er horfið.
 
Eftir sjónvarpsmessuna í morgun skrifaði ég blogg með miklu hraði. Það var skrifað af tilfinningu og mér fannst áðan sem ég ætti alla vega að bíða til morguns með að ákveða hvort það verður birt.


Kommentarer
Björkin

Gott að eiga SÆT leyndarmál.Krammmmmmmmmmm

Svar: Mjög svo mágkona!
Gudjon

2014-01-20 @ 11:27:34


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0