Hlé á bloggi

Það er lítið um blogg um þessar mundir og verður væntanlega einhverja daga. Hins vegar hleðst upp bloggefni sem ég hef hingað til hugsað sem sjálfsagaðan hlut að birta. En myndirnar eru góð dagbók ef ég bíð ekki of lengi og einn fallegan sumardag mun ég væntanelga fara af stað með töluverðum gáska ef ég þekki GB rétt. Svo getur alltaf dottið inn eitt og eitt blogg inn á milli.
 
Það er margt að gera á sveitabýlinu og allt sem gert er er til framfara. Rósa gerði sultu úr sólberjum áðan af runna sem ég gróðursetti í vor, runna sem átti ekki að gefa neitt af sér á þessu ári. Svona hlutir eru til ánægju og lyktin af sultunni angaði svo sannarlega notalega.
 
 
Í gær fórum við í heimsókn suðvestur á bóginn. Sú heimsókn hefur verið á dagskránni í ein átta ár, ekki minna. Þessi mynd er tekin frá þeim stað sem við sóttum heim og er tekin í rigningu. Samt segir hún svo sannarlega frá því í hvaða umhverfi við vorum og fengum heitar vöfflur þar hjá heimafólki.
 
Konan á myndinni þarna var áður nágranni Rósu og fjölskyldu til margra ára og góð vinkona. Þetta er hún Ulla, flugfreyja um nokkurra áratuga skeið en er nú komin niður á jörðina. Mjög væn kona og var þeim góður nágranni og það var heimboð til sumarbústaðar stórfjölskyldu hennar sem við loksins létum verða af að þiggja í gærdag. Svo kom Ulla með okkur á Sólvelli undir kvöldið og borðaði þorsk af Íslandsmiðum matreiddan af Rósu og Pétri. Svo hélt hún áfram með lest til Stokkhólms. Þannig getur einn dagur liðið og það verður ekki svo mikið meira gert þann daginn.
 
Sjáumst.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0