Að blogga af gömlum vana

Allt í einu varð svo mikil vinna hjá mér að í kvöld gaf ég mér bara stuttan tíma til að skoða allan gróðurinn sem þrífst svo vel umhverfis mig þessa dagana. Raunar ætti ég að segja sem þrífst alltaf vel í kringum mig. En ég hef haft marga daga til að vera innan um allt þetta undanfarið og fljótlega fæ ég góðan tíma á ný. Ég er ekki viss um að allir skilji mig að að ég skuli vinna eins og ég geri, ekki voðalega mikið en býsna mikið. En ég skil heldur ekki þá vinnufélaga mína sem horfðu á heimsmeistsrakeppni í fótbolta til klukkan þrjú í nótt og voru svo þreyttir þegar þeir mættu í vinnu klukkan átta í morgun að þeir gengu á dyrastafi. Ég er búinn að eiga frábæra daga hér heima undanfarnar þrjár vikur og ég fæ út úr lífi mínu á minn hátt, á þann hátt sem fótboltafólkið kannski skilur ekki. Svona er nú þetta allt saman.
 
Ég er ekki að blogga núna af andagift. Ég er eiginlega að blogga af gömlum vana, skyldurækni gagnvart blogginu mínu. Þetta blogg er númer 1168 ef það verður blogg sem ég birti. Ég hef ekki bloggað síðustu þrjá dagana og ég varð svolítið hissa þegar ég sá það. Nún er málið að ég ætla að leggja mig um klukkan níu og þá er mér ekki til stunnar boðið. Það er frumskilyrði ef ég á að koma skaðlaus út úr vinnutörnum eins og í þessari viku að ég sofi mjög vel. Þá þoli ég það mesta. Og til að fá svolítið extra út úr deginum annað en að hitta systkini mín í Vornesi, þá fór ég í smá gönguferð meðfram skógarjaðrinum og út í skóginn og það svíkur aldrei.
 
 
Til dæmis þetta finnst mér ótrúlega fallegt. Þrátt fyrir að svo margt er griðarlegt, stórt og voldugt í heimi hér, þá var líka til tími til að gera nokkuð sem er svo meistaralegt og innilega fíngert sem þessir drjúpandi blómaklasar. Bara að taka eftir að þetta er til er að gera eitthvað gott með líf sitt.
 
 
Ég setst líka öðru hvoru á bláberjabekkinn þarna og horfi heim að húsinu mínu, læt hugann reika og er stundum hissa á því að ég er staddur einmitt þarna á bekknum.
 
 
Svo þegar ég var að sækja tvær efstu myndirnar rakst ég á myndir frá sultugerðarkvöldinu, það er að segja í fyrrakvöld ef ég man rétt. Þarna er töfrasprotinn að vinna sitt verk í rabarbarasultupottinum.
 
 
Eftir sultugerðina fékk ég mér verðlaunasneið, ristsða brauðsneið með osti og rabarbarasultu sem leit út eins og krem. Ég átti von á meira bragði en hvað um það; sultan mín er góð. Vel væri hún brúkleg í tertu sem gott væri að borða á bláberjabekknum.
 
Nú er að bursta og pissa.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0