Alparós -og stórfrétt um íslensk skólamál

 
Ég var á leiðinni heim frá Vornesi seinni partinn í dag þegar Auður hringdi og spurði hvort ég væri heima ef þau skyldu koma við. Ég hélt það nú, eftir klukkutíma, og hugsaði mér gott til góðarinnar. Mig vantaði fólk heim til að geta tekið mynd af einhverjum við alparósina. Mig vantaði viðmiðun. Þessi alparós er nefnilega mjög stór og þó að ég segi það er það ekki eins áþreifanlegt og mynd sem hefur viðmiðun.
 
Nei, nei, sagði Auður, það ert þú sem átt að standa við alparósina en ekki við. Svo stóðum við Þórir báðir við hana og Auður tók mynd. Þarna er alparósin mín búin að  fá viðmiðun.
 
 
Svo auðvitað fékk ég líka að taka mynd af þeim. Þau voru svo alvarleg á fyrstu myndinni en þá talaði ég um hversu vel það sæist á þeim að þau væru ástfangin og því talar þessi næsta mynd sínu máli. Tvær alparósir standa hjá Sólvallaalparósinni.
 
 
Það verður nú að vera ein nærmynd líka.
 
 
Svo suðar alveg ótrúlega mikið inni í þessu blómahafi. Það gekk ekki alveg einfaldlega fyrir sig að ná mynd af almennilegri hunangsflugu í blómi. Það eru engar býflugur sem eru þarna á ferðinni, það eru heiðarlegar og vel vaxnar hunanfgsflugur.
 
Ég ætlaði að finna upptöku með Ellý og Vilhjálmi Vilhjálms þar sem þau syngja alparósina en það varð ekkert lag á því hjá mér þannig að ég valdi þennan karlakórssöng   >  Alparós  <
 
 
Nokkra klukkutíma um miðjan daginn var ég í Vornesi og hitti mikið af góðu, hæfileikaríku og hámenntuðu fólki. Það var fín blanda af þessu öllu og meiru til. Ég hitti þarna konu, grunnskólakennara, sem ég hitti í fyrsta skipti fyrir einum 17 eða 18 árum. Fyrir nokkrum árum settist hún á skólabekk á ný og lærði skólastjórnun, ég held í ein þrjú ár. Ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla þann starfa sem hún hefur í dag en ég vel að segja að hún sé námsstjóri á forskólastigi í sveitarfélagi sem hefur rúmlega 16000 íbúa.
 
Þessi kona var á ferðalagi á Íslandi í fyrra og kynnti sér þá íslenska skólakerfið. Hún hafði verið í einhvers konar kynnisferð. Hún hafði það um íslenska skólakerfið að segja að það sé það allra besta sem hún hafi kynnst. Hún taldi tvímælalaust að Svíar gætu hreinlega tekið upp íslenska kerfið og það myndi verða til mikils ábata fyrir sænskt samfálag. Mér dettur ekki í hug að reyna að skýra mál hennar á nokkurn hátt, ég bara segi frá sannfæringu þessar konu og það er þannig að þegar hún talar um þessi mál, þá er ég hlustandi og fyrir mér er hún manneskjan sem hefur þekkinguna.
 
Hún taldi sig líka vita skýringuna á því hvers vegna íslenska menntakerfið væri svo með afbrigðum gott. Það væri vegna þess að þegar íslenska efnahagshrunið hefði gengið yfir árið 2008, þá hefði verið óhjákvæmilegt að endurskipuleggja það allt. Það hefði líka verið gert og með þessum ágætum. Hún sagðist mjög gjarnan vilja stuðla að því að norðurlöndin sameinuðust um að taka upp þessa góðu íslensku afurð efnahagshrunsins og nota hana til að vinna að framförum í menntakerfi hinna norðurlandanna.
 
Ég reyni hér að forðast að nota nokkur fagorð sem ég er ekki maður til að nota en ég held að ég hafi útskýrt nokkurn veginn þann boðskap sem þessi kona bar á borð fyrir mig. Mér þætti fróðlegt að heyra frá íslensku skólafólki um þetta. Ég skal viðurkenna að ég varð yfir mig stoltur af að heyra þetta. Mér fannast alveg frábært að heyra manneskju sem ekki er Íslendingur segja að eitthvað sé best á Íslandi. Ég horfði á hana, hlustaði og hugsaði; þú ert alveg frábær að færa mér þennan boðskap.


Kommentarer
Þórlaug

Já Guðjón. Þegar hrunið varð var markmið hjá okkur að vernda börnin og veita þeim skjól í skólanum, nóg var áreitið annars staðar.

2014-06-07 @ 23:27:15
Guðjón

Falleg orð Þórlaug, kannski staðfesta þau mikið af því sem konan sagði mér um islenska skólakerfið í dag.

2014-06-08 @ 00:09:58
URL: http://www.gudjon.blogg.se


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0