Bjarkir eru drykkfelldar og frekar til vatnsins

Klippt sírena blómstrar ekki árið eftir en hvað er hægt að gera þegar svo er komið að það er ekkert útsýni frá aðalinnganginum. Þannig fer það á hverju ári því að það er vöxtur í öllu á Sólvöllum.
 
 
 
Það er einfaldlega ekkert annað að gera en að klippa. Svo verður útsýnið opið að nýju þegar það er búið. Við áttuðum okkur ekki á þessu þegar við keyptum sírenurunna til að setja vestan við húsið fyrir nokkrum árum. En það skipti ekki máli því að við hefðum keypt hana samt. Við vildum fá hóflegt skjól fyrir vestanátt.
 
Þegar ég var búinn að klippa í dag bar ég vel á með hænsnaskít og svo stóð ég með slönguna í 45 mínútur og vökvaði. Þá fannst mér sem ég væri afar nýtur maður.
 
 
 
Haugurinn er stærri í reynd en hann sýnist vera á myndinni. Þetta verður mikið gott hráefni í moltukerið. Ég var að lesa leiðbeiningabæklinginn yfir að nýju rétt áðan. Það verður greinilega keypt annað moltuker fljótlega því að moldar er þörf. Það er dýrt að kaupa alla þessa mold og þar að auki þarf að flytja hana heim frá verslununum. Svo er spilling í öllum plastpokunum utan af moldinni sem verður að eyða á brennslustöðvum. Geri maður moldina sjálfur veit hver moltuframeliðandi nákvæmlega hvað hann er að nota þegar moldin er tilbúin.
 
 
 
Bjarkirnar þarna við sitt hvorn endann á nýklipptri sírenurunnalengjunni bera þess merki að þær vilja meira vatn. Bjarkir eru drykkfelldar og frekar til vatnsins. Þær skilja ekki eftir vatn handa nágrönnum sínum. Ef það er rétt að þær drekki þrjú til sexhundruð lítra af vatni á dag ef nóg er af því, þá vanta örugglega mikið handa þeim þessum núna. Það er ekkert í því að gera annað en bíða eftir rigningu því að með kranavatni er ekki hægt að fullnægja þessari þörf. Það rigndi einn millimeter áðan og það er eins og lítill dropi í hafið.
 
Á morgun ætla ég að útauka rabarbarabeðið og að slá ásamt því að sinna moltunni. Ég þarf líka að binda upp bláberjarunna. Á morgun er spáð þurru og hálfskýjuðu veðri en rigningu dagana þar á eftir. Það sem við sjáum á þessari mynd þarf ekki að slá en annars staðar er rakari jarðvegur. Það eru margvísleg störfin á Sólvöllum og skemmtileg eru þau.
 
Nú skal borga reikninga því að sælir eru þeir sem hafa borgað reikningana sína. Þeir geta lifað áhyggjulaust í heilan mánuð og þá geta þeir endurnýjað þetta áhyggjuleysi með því að borga aftur.
 
 


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0