Hvað er nú þetta?

Þeir sem geta sagt mér hvað þetta er fá ylliblómasaft sem verðlaun við næstu heimsókn á Sólvelli.
 
Ég kom í hús í Fjugesta í fyrradag og var boðið upp á heimagert ylliblómasaft. Svo leit ég út um gluggana og sá ylli á mörgum stöðum og hann stóð enn í blóma. Má ég koma um helgina og fá ylliblóm spurði ég. Já, ég var svo velkominn og ég skyldi fá uppskrift að saftinu líka. Svo fór ég fyrr en ég hafði reiknað með og sótti 100 ylliblóm til Ingibjargar og Leif. Yllir er til á Íslandi en ég er ekki viss um að fólk noti blómin af honum. Samkvæmt uppskriftinni á að skola blómin og það gerði ég í þessu sigti og tók af því mynd því að ég hafði þá þegar í huga að segja frá þessu.
 
 
Og þeir sem geta sagt mér hvað þetta er fá annað glas af ylliblómasafti við þessa næstu heimsókn á Sólvelli..
 
Saftgerðinni lauk um hálf tíuleytið í kvöld, eða þannig. Þetta á að standa í nokkra daga og þá á að sía gróðurinn úr og eftir verður mildur og mjög bragðgóður drykkur sem er sagður hollur líka. Sneiðarnar í gumsinu eru sítrónusneiðar. Það passar þegar Rósa kemur í næstu viku að fara í síunina og tappa á flöskur og Hannes verður aðstoðarmaður. Það er sem sagt verkefni næstu viku en næsta verkefni mitt núna er að bursta og pissa og fara að sofa eins og hverjum fullorðnum manni sæmir að gera í tíma. (Klukkan er reyndar að verða tólf hjá mér þannig að ég er ekki svo fullorðinn sem ég læt)


Kommentarer
Bára Halldórsdóttir

Sæll Guðjón
Þú ert alveg frábær! Ég les alltaf bloggið þitt og hugsa oft til þín.
Þó ég hafi aldrei séð hvernig hún Bogga gerir flädesaftina þá veit ég að hún gerir bestu saft sem til er og ég er sannfærð um að þín verður ekki síðri! Ég kem til Fjugesta í ágústlok og þá fæ ég ábyggilega saft hjá Boggu og Leif og ætla svo sannarlega að koma við á Sólvöllum í leiðinni.
Kær kveðja
Bára

2014-06-28 @ 01:46:49
Eva

Hæ vinur! Fläder, besti djús i Sverige:)!

2014-06-28 @ 12:52:49
Guðjón

En gaman að fá kveðjur frá ykkur Eva og Bára. Eva mín, ég er svo sammála þér og ég held að þetta sé líka hinn hollasti drykkur. Það er svo langt síðan þú hefur gert vart við þig og nú varð ég svo glaður að sjá nafnið þitt birtast hér.

2014-06-28 @ 13:00:11
URL: http://www.gudjon.blogg.se
Guðjón

Bára, sæl og bless og þakka þér fyrir orðin þín. Já, það má ekki bregðast að þú komir líka á Sólvelli. Ingibjörg leiðbeindi mér með saftgerðina. Ég hef aldrei gert þetta áður. Það var ósköp einfalt en það var búið að renna mikið vatn áður en ég vsr tilbúiinn. Mesta vinnan fannst mér felast í því að skera utan af sítrónunum níu sem ég notaði í tvær uppskriftir og skera þær í þunnar sneiðar. Nú er voða gaman að hafa hátt í tíu lítra af þessum góða drykk i ísskápnum sem ég set á flöskur í n´stu viku. Með bestu kveð'ju frá Guðjóni.

2014-06-28 @ 13:17:12
URL: http://www.gudjon.blogg.se
Guðjón

Og Eva mín, auðvitað líka með bestu kveðju til þín frá Guðjóni.

2014-06-28 @ 13:23:02
URL: http://www.gudjon.blogg.se


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0