Spoons máltíðir og fleira

Ég heyrði um daginn að það væri hægt að kaupa tilbúna matrétti, Spoons, sem væru taldir mjög vandaðir og reyndar ótrúlega ódýrir líka. Ég var í Fjugesta fyrir nokkrum dögum og leitaði að þeim í matvöruverslununum tveimur þar en fólk þar vissi ekkert um þetta. Í morgun leitað i ég þessa í tölvunni og fann, en ég fann engar upplýsingar um í hvaða verslunum ég gæti keypt réttina en ég var lóðsaður inn á netfang þar sem ég gat leitað allra mögulegra upplýsinga.
 
Ég ákvað að senda meil og þar sagði ég að ég hefði áhuga fyrir að prufa framleiðsluna þeirra og spurði í hvaða verslunum í Örebvro ég gæti keypt matinn. Svo var komið undir kvöld og ég hafði ekki fengið svar þannig að ég las yfir meilið sem ég hafði sent og varð þess áskynja að mér hafði orðið aðeins á í messunni. Ég ætlaði að skrifa: ég hef áhuga fyrir að "pröva" framleiðsluna ykkar, en mér varð á að skrifa: ég hef áhuga fyrir að "röva" framleiðsluna ykkar. En þar var all mikill munur á. Að "röva" þýðir nefnilega að ræna. Ég sagði sem sagt að ég hefði áhuga fyrir að ræna framleiðslunni þeirra. Það var ekki von á að ég fengi svar við svona bulli. Ég sendi þeiðréttingu og baðst velvirðingar á mistökunum og vonast eftir svari á morgun.
 
 
*          *          *
 
Fyrir meira en tveimur árum lagði ég gangstéttarhellur utan vi aðalinnganginn og á útivistarsvæði undir vesturvegeggnum á Sólvallahúsinu, alls um 20 m2 eða 162 hellur. Í þá daga var margt að hugsa hér á Sólvöllum og ég fyllti ekki strax í fúgurnar. Og fyrst ég gerði það ekki strax hætti ég að taka eftir að ég hafði ekki fúgufyllt fyrr en margs konar jurtir voru farnar að vaxa upp um samskeytin. Meira að segja birkiplöntur glímdu við lífið á þennan hátt. Um tíma reyndi ég að horfa hátt þegar ég gekk út og inn um aðalinnganginn en gróðurinn milli hellanna angraði mig samt bara meira og meira frá viku til viku. Þetta var mér til skammar.
 
Í fyrradag ákvað ég að nú yrði ekki lengur við unað og ég breytti áætlun sem ég hafði gert daginn áður, skrifaði hana upp á nýtt og setti fúgufyllingu inn í staðinn fyreir að slá lóðina. En hvernig í áranum skyldi ég ná gróðrinum burtu? Það hafði ég lengi hugsað um en ekki komist að neinni góðri niðurstöðu. Nú þegar verkið skyldi hefjast gekk ég að ákveðinni skúffu, dótaskúffunni, og leit í hana hreinlega í leit að hugmynd.
 
 
Valdís keypti stöku sinnum hluti sem ég vissi ekki almennilega til hvers hún keypti. Til dæmis þetta græna sem liggur þarna á einni gangstéttarhellunni í veröndinni undir vesturveggnum. Þetta græna apparat lá í dótaskúffunni þegar ég opðnaði hana í gærmorgun. Ég tók þetta upp, velti fyrir mér og næstum hristi höfuðið en vonaði það besta. Svo athugaði ég hvort það væri hægt að opna þetta apparat á einhvern hátt. Ég tók á því og reyndi. Það opðnaðist og svo gat ég lokkað fram úr þessu ýmis tæki og tól sem áttu að geta hjálpað til við eitt og annað.
 
 
Þetta tennta blað vinstara megin sem líkist pínulítilli sög -það vakti áhuga minn. Ég fór út og prufaði og það var nákvæmlega áhaldið sem mig vantaði, þykktin á blaðinu passleg og tennurnar eins og skapaðar til að hreinsa upp gróður milli gangstéttarhellna. Eitthvað á annað hundrað metra af samskeytum millii gangstéttarhellna hef ég nú hreinsað með þessu á síðustu tveimur dögum. Þegar ég var búinn að losa um gróðurinn og ruslið á milli þeirra beitti ég ryksugunni á afraksturinn. Samskeytin á hellunum urðu hrein eins og ég hefði lagt þær á í dag. Alveg er þetta frábært og það liggur við að mér finnist sem ég hafi notið aðstoðar við verkið. Þetta var hörku vinna en alls ekki leiðinleg og árangurinn alveg frábær. Þökk sé Valdísi fyrir að kaupa þetta skrýtna græna apparat.
 
 
Svo er bara að vera iðinn við að hreyfa við þessum fúgusandi á næstu dögum og sprauta á hann vatni inn á milli. Nú er ég mikið ánægður með að gott verk er í höfn og ég ætla að halda upp á það með granatepli í Tyrkjajógúrt. Gangstéttarhellurnar undir vesturveggnum eru mér ekki lengur til skammar.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0