Ég lenti í þráskák við þekktan mann í dag

Arkitektinn í mér beið hnekki í dag og það sem brást var svo augljóst. Það nálgaðist að ég ætlaði að setja tvo skápa í sama horbnið. Nálgaðist sagði ég. Það var í hádeginu sem mér varð þetta ljóst. Ég hugsaði um óþarfa vinnu sem ég hefði skapað mér með þessari vitlaysu og ákvað að fara inní bæ og fá mér vatn að drekka og svo að fá mér smá snarl. En bíddu nú við. Nei ég geri rástafanir fyrst og lýk þessari óþarfa vinnu styrax, annars verður ekkert varið í fá vatn að drekka og borða smá snarl.
 
Ég gekk öruggur til verks og var fljótari en ég hafði reiknað með. Reyndar tók ég svolitla áhættu. Ég hefði alveg getað misst efri skáp í gólfið vegna þess að ég ákvað að spara vinnu en ég gætti ýtrasta öryggis. Mér hafði mistekist skipulagningin og ekki mundi það bæta úr að missa áttatíu sentimetra breiðan skáp og níutíu sentimetra háan í gólfið. Fumlaust og af öryggi vann ég þetta verk og svo fór ég inn í bæ, drakk vatn og fékk mér rúgbrauð með miklu áleggi. Með það var ég mettur og fór inn að tölvu og ætlaði að forvitnast um gang mála nær og fjær.
 
Ég var ekki fyrr búinn að ýta á bilslána til að vekja tölvuna til lífs en glottandi Hannes Hólmsteinn birtist á skjánum. Hann var eitthvað að skæla yfir því að Norðmenn, Finnar og Svíar hefðu hlunnfarið Íslendinga í kjölfar hrunsins 2008. Hann var ekkert að tala um að þessar þjóðir hefðu í fullri alvöru aðvarað íslendinga og sagt þeim að háttarlag þeirra mundi enda með ósköpum sem það og gerði. Ég fylgdist með viðbrögðum Íslendinga í íslenskum fréttum á þessum tíma og þeir dæmdu Norðmenn Finna og Svía auðvitað bara kjána. Mestar viðvaranir komu samt frá Dönum en Hannes Hólmsteinn nefndi þá ekki. Steingrímur Sigfússon varaði líka við þessu en hann var að sjálfsögðu dæmdur mesti kjáninn.
 
Þegar Islendingar bera Svíum illa söguna, landsmönnum mínum, þá finn ég óþægileg viðbrögð innra með mér en ég hef haft vit á því að þegja. En fyrst ég er nú byrjaður verð ég að segja það að ég skil ekki Íslendinga, ekki í þessu sambandi og ekki í svo mörgu öðru sem er að ske innan þeirra landssteina. Það er kannski bara vegna þess að ég er álíka mikill kjáni og Norðmenn, Finnar og Svíar og Steingrímur Sigfússon.
 
Ég byrjaði að lesa rausið sem rann frá Hannesi Hólmsteini en áttaði mig svo á að ég væri að fara illa með tímann. Ég las það því ekki til enda. Ég var að sýsla með viðfangsefni sem voru mér mikið nær hjartanu en þetta lesefni. Svo klikkaði ég á xið efst á skjánum til að losna við Hannes Hólmstein en þá skeði eitthvað. Skipsskrúfa á stærð við litla tölu með misjafna liti á skrúfublöðunum hóf að snúast á skjánum. Það boðaði ekki gott. Þegar hún fer að snúast á skjánum getur það tekið óratíma. Ég sneri því frá og fór út á Bjarg að sinna hugðarefnum mínum -að setja upp skápa.
 
Eftir einn og hálfan klukkutíma fór ég inn aftur og viti menn! Hannes Hólmsteinn var ennþá á skjánum. Ég reyndi með alls konar leiðum að losna við hann en án árangurs. Ég ætlaði að slökkva á tölvunni á venjulegan hátt en henni datt ekki í hug að hlíða skipuninni. Það var augljóst að mér væri ætlað að hafa Hannes Hólmstein á skjánum þar til ég sættist við álit hans á Norðmönnum, Finnum og Svíum. Það var ekki til umræðu af minni hálfu þannig að nú greip ég til þess rótækasta sem hægt var að grípa til. Í stað þess að hringja í Landsvirkjun (E-ON) og biðja þá að rjúfa strauminn af Krekklingesókn, þá gekk ég að innstungunni og dró tölvuklóna úr sambandi.
 
Eftir stundarkorn kveikti ég á tölvunni aftur og viti menn; Hannes Hólmsteinn birtist á skjánum en það var bót í máli að nú gat ég losnað við hann. En þegar ég var laus við hann af skjánum kom litskrúðuga skipsskrúfan á skjáinn aftur og hóf að snúast þar í einhverri fáránlegri gleði. Þá gekk ég til fartövunnar og þar sit ég nú.
 
Ef ég hefði losnað við Hannes Hólmstein af skjánum strax hefði þetta blogg ekki orðið til, en þar sem hann ofbauð mér algerlega með þrásetu sinni, þá ákvað ég að hafa þetta svona.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0