Sólin er komin upp yfir skóginn í suðaustri

Klukkan er hálf tíu og eftir tvo og hálfan tíma ek ég úr hlaði áleiðis til Stokkhólms. Ég fer á bílnum til Hallsberg, legg honum þar á mjög stórt bílastæði rétt hjá járnbrautarstöðinni, og fer síðan með lest til Stokkhólms.
 
Það sem verður á dagskrá þar verður skipulagt frá klukkutíma til klukkutíma. Hannes Guðjón er ekki viss um að afi hans geti sótt hann á leikskólann því að það sé ekki víst að hann rati. Það verður að koma í ljós.
 
Sólin er komin yfir skóginn í suðaustri og minnir mig á tímann sem framundan er og þá dýrð sem skaparinn lætur okkur í té yfir fallegasta tíma ársins  -og alla aðra tíma ársins að auki.
 
Burknar, lauf og barr. Mögnuð birta sem leikur sér í lauf og barrhafi og gefur háum stofnum breytileg klæði.
 
 
Að koma heim til Sólvalla á fallegum sólardegi er ekki bara að koma hvert sem er. Myndir sem verða teknar af þessum stað að sumri verða öðru vísi en þessi, mörgu hefur miðað áfram sem breytir ásýndinni. Engin tilviljun það sem hefur skeð, það hefur verið unnið markvisst að því.
 
 
Gönguferð með gestum um Sólvallaskóginn. Á undan gengur Uhsa, indverska konan sem ekki verður oftar með í gönguferðum um Sólvallaskóg. Á eftir fylgir Rósa. Þetta var ein af síðustu ferðum Uhsa sem Rósa stóð fyrir til að gera indversku konunni lífið léttara eina dagstund. Þó að þessi mynd veki upp sorg, segir hún samt hvernig góður staður og fallegur dagur gera lífið vert að taka þátt í því.
 
 
Loftmynd að heiman. Þegar finnsk kona kom inn á lóðina og sýndi mér þessa mynd missti ég verðskinið fullkomlega. Valdís líka. Við hefðum getað farið í minni utanlandsferð fyrir þá peninga. En í staðinn hangir þessi mynd í fallegum ramma á vegg beint fyrir framan mig. Valdís var líka stolt af henni.
 
 
Svona stundir getur komandi sumar boðið upp á þó að ekki geti allir verið lengur með á slíkri mynd.
 
Eigið góðan dag. Ég mun gera mitt besta til að minn dagur verði góður.
 
 


Kommentarer
Björkin

Fallegt fólk og umhverfið bara flott.Krammmmmm

2014-03-27 @ 15:16:55


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0